Linda Ben

Djúsí brauðbollur fylltar með skinku og osti

Recipe by
3 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Djúsí brauðbollur fyltar með skinku og osti.

Þessar brauðbollur eru einstaklega góðar og sniðugt snarl fyrir krakkana. Þær líkjast skinkuhornnum nema eru talsvert einfaldari að gera. Maður einfaldlega hnoðar skinkunni og ostinum í deigið eftir hefun, græjar bollur úr deiginu og bakar. Úr verða mjög djúsí osta og skinkufylltar bollur sem allir elska. Sniðugt nesti í skólann til dæmis.

Djúsí brauðbollur fyltar með skinku og osti

Djúsí brauðbollur fyltar með skinku og osti

Djúsí brauðbollur fyltar með skinku og osti

Djúsí brauðbollur fyltar með skinku og osti

Djúsí brauðbollur fylltar með skinku og osti

  • 3 ½ dl volgt vatn
  • 2 tsk þurrger
  • 4 d hveiti/fínt spelt
  • 3 dl heilhveiti/gróft spelt
  • 1 tsk salt
  • ½ dl hörfræ
  • ½ dl sesamfræ
  • 2 msk ólífu olía
  • 1 egg
  • 150 g skinka
  • 230 g rifinn mozarella ostur frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 egg hrært til að smyrja ofan á bollurnar.

Aðferð:

  1. Blandið saman volgu vatni og þurrgeri.
  2. Í aðra skál blandið saman hveit, heilhveiti, salti, hörfræjum og sesamfræjum.
  3. Hellið gervatninu út í hveitiblönuna á meðan þið hrærið saman, bætið einnig ólífu olíunni út í, hnoðið saman og leyfið deiginu svo að hefast á volgum stað í u.þ.b. 2 klst eða þar til deigið hefur tvöfaldast um stærð.
  4. Skerið skinkuna í litla bita.
  5. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  6. Þegar deigið er búið að hefast setjið þá örlítið af hveiti á borðið og setjið deigið í hveitið, útbúið einskonar skál úr deiginu og setjið í miðjuna egg, skinku og u.þ.b. ¾ af rifna ostinum. Hnoðið þessu saman í höndunum.
  7. Skerið deigið í bita þannig að hver biti er u.þ.b. 2 msk af deigi eða ein lúka. Útbúið bollur úr deiginu og setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu með góðu millibili (u.þ.b. 9-12 bollur á hverja plötu). Penslið bollurnar með hrærðu eggi og dreifið rifnum osti yfir.
  8. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til bollurnar eru orðnar fallega gylltar. (tími inn í ofninum fer eftir hversu stórar bollurnar eru, svo það er vissara að fylgjast vel með.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Djúsí brauðbollur fyltar með skinku og osti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5