Linda Ben

Djúsí grænmetis lasagne með sveppum, spínati og nóg af osti

Recipe by
40 mín
Prep: 20 mín | Cook: 20 mín | Servings: 4 - 5 manns

Það sem gerir þetta lasagna einstaklega djúsí er að það er bæði kotasæla og rifinn mosarella í hverju einasta lagi, það er því eiginlega alveg löðrandi í osti ef satt best að segja.

Ég skar sveppina niður í bita til að líkja eftir áferð hakks, en með því að þurr steikja þá verða sveppirnir stökkari. Sósuna þarf svo að sjóða í smá stund þegar öll hráefni eru komin í hana svo hún verði örlítið þykkari og kraftmeiri.

Grænmetis lasagne með sveppum og spínati Grænmetis lasagne með sveppum og spínati

Grænmetis lasagne með sveppum og spínati

Grænmetis lasagne með sveppum og spínati

Grænmetis lasagne með sveppum og spínati

Grænmetis lasagne með sveppum og spínati

 • Lasagna blöð
 • 500 g sveppir
 • 1 rauðlaukur
 • 1 msk ólífu olía
 • 450 ml pastasósa
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 100 g spínat
 • 250 g kotasæla
 • Rifinn mosarella ostur (mjög gott að kaupa rúllu af mosarella og rífa hálfa niður)
 • 1-2 msk ítalskri kryddblöndu
 • ½ tsk þurrkað rautt chillí
 • ½ tsk salt
 • ½ tsk pipar

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.
 2. Skerið sveppina niður í bita, þannig að áferðin líkist grófu hakki. Steikið þá á þurri pönnu á meðal heitri pönnu og setjið klípu af salti yfir. Fljótlega byrjar vökvi að koma út úr sveppunum.
 3. Skerið rauðlaukinn smátt niður og setjið út á pönnuna með sveppunum ásamt ólífu olíu og steikið þar til vökvinn af sveppunum hefur gufað upp.
 4. Setjið því næst pastasósu á pönnuna ásamt hökkuðum tómötum. Kryddið. Steikið áfram á pönnunni í um það bil 10 mín eða þar til sósan er orðin þykk og kraftmikil.
 5. Setjið þunnt lag af sósu í botninn og setjið lasagna blöð yfir sósuna. Setjið 2-3 msk af kotasælu yfir, ásamt spínati og rifnum mosarella. Endurtakið þessi skref 2-3x og toppið með rifnum mosarella.
 6. Bakið inn í ofni í 40 mín eða þar til lasagnablöpin eru orðin mjúk. Leyfið lasagnanu að taka sig í 10 mín áður en það er skorið.

Grænmetis lasagne með sveppum og spínati

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5