Linda Ben

Djúsí kjúklinga alfredo pasta

Recipe by
45 mín
Cook: Kostuð umfjöllun af Ali | Servings: 6 manns

Hér er að finna alveg unaðslega djúsí kjúklinga alfredo pasta. Þetta er svona hinn fullkomni komfort matur, kolvetni, rjómi, ostur, hvítlaukur, allt til að elska.

Ég er yfirleitt hrifin af grænmeti í pastaréttum en það er samt alls ekki must ef þú ert ekki í þannig stuði, þú bara skiptir því út fyrir annað grænmeti, eins og til dæmis sveppi eða hreinlega bara sleppir því.

Kjúklinga alfredo pasta

Kjúklinga alfredo pasta

Kjúklinga alfredo pasta

Djúsí kjúklinga alfredo pasta

 • 400 g penne pasta
 • 4 stk ferskar Ali kjúklingabringur
 • 2 msk ólífu olía
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 1 rauð paprika
 • 1 ½ msk hveiti
 • 350 ml vatn
 • 2 tsk kjúklingakraftur
 • 250 ml matreiðslurjómi
 • 100 g parmesan ostur
 • Salt og pipar
 • ca. 10 stk aspas
 • 1 lítill brokkolí haus
 • 1-2 dl rifinn ostur

Aðferð:

 • Byrjað er á því að krydda kjúklingabringurnar með góðri kjúklingakrydds blöndu og baka þær  inn í ofni í u.þ.b. 35 mín eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
 • Á meðan bringurnar eru inn í ofni setjiði þá vatn í tvo potta, einn til að sjóða pastað í og annan til að sjóða aspas og brokkolí í. Bætið salti í þá báða en olíu bara í þann sem þið munið sjóða pastað í. Þegar suðan er komin upp bætiði pastanu í pottinn en aspas og brokkolíi í hinn pottinn. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum en grænmetið í u.þ.b. 10 mín.
 • Setjið olíu á pönnu, skerið hvítlauksgeirana smátt niður og bætið út á meðal heita pönnuna, Skerið papriku niður í litla bita og bætið henni líka á pönnuna. Hveitið er sett á pönnuna og blandað saman við allt, steikið hveitið í nokkrar mín til að ná mesta hveitis bragðinu úr. Bætiði því næst vatni, krafti og matreiðslurjóma út á pönnuna og hrærið saman. Rífið parmesan ostinn út á og blandið saman. Smakkið til með salt og pipar.
 • Setjið pastað í frekar stórt eldfast mót, setjið grænmetið út á, skerið kjúklingabringurnar í bita og bætið þeim út á, hellið sósunni yfir og dreifið rifnum osti yfir. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 15 mín eða þar til osturinn byrjar að brúnast.

Kjúklinga alfredo pasta

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5