Linda Ben

Djúsí kjúklingafille salat með fersku basil, mosarella, tómötum og balsamik gljáa

Recipe by
Cook: Unnið í samstarfi við Ali og Sölufélag Garðyrkjumanna | Servings: 4 manns

Djúsí kjúklingafille salat með fersku basil, mosarella, tómötum og balsamik gljáa

Hér er að finna dásamlega gott sumarlegt salat. Hugmyndin af þessu salati vaknaði út frá Caprese salati og vann ég mig svo áfram með þá hugmynd og úr varð þetta matarmikla salat sem er fullt af allskonar grænmeti og ávöxtum.

Salatið er afar fljótlegt og einfalt. Ég nota í það kjúklingafille frá Ali þar sem það er fljótlegt að elda kjúklingafille, tekur aðeins u.þ.b. 20 mín og kryddin skila sér vel inn í kjötið þar sem það er ekki mjög þykkt.

Mitt uppáhald þessa dagana er að setja ferskar kryddjurtir út á saltið. Ég vel alltaf að kaupa ferskar kryddjurtir í potti, það er að segja í moldinni og öllu þar sem það endist svo miklu lengur og er betra. Það endist ekki bara lengur heima hjá manni þar sem maður getur vöknað plöntuna og haldið henni á lífi, heldur helst kryddjurtin lengur falleg og fersk þegar hún er komin á matinn.

Ártangi þar sem basilíkan er ræktuð er vistvæn ræktunarstöð, vatn, mold og áburður er endurnýttur ásamt því að nota lífrænar varnir við framleiðsluna.

Það sama á við um ræktunarstöðina Ösp, aðeins notaðar lífrænar varnir við framleiðsluna sem er hollt og gott fyrir náttúruna sem skilar sér einnig í fersku og góðu grænmeti fyrir okkur til að njóta.

Hátíðar salatblandan með klettasalatinu henar einstaklega vel í svona fersk salöt þar sem það blanda af nokkrum kál blöndum. Það skilar sér sem áhugaverðari og bragðmeiri grunnur í salöt að mínu mati.

Djúsí kjúklingafille salat með fersku basil, mosarella, tómötum og balsamik gljáa Djúsí kjúklingafille salat með fersku basil, mosarella, tómötum og balsamik gljáa

Djúsí kjúklingafille salat með fersku basil, mosarella, tómötum og balsamik gljáa

 • U.þ.b. 600 g kjúklingafille frá Ali
 • Salt og pipar
 • Oreganó
 • Þurrkað chillí
 • 150 g Hátíðarsalat blanda með klettasalati frá Ösp
 • 3-4 lítil avocadó
 • 300 g mozzarella perlur
 • ¼ gul melóna
 • 250 g kirsuberja tómatar
 • 2 græn epli
 • 2 dl bláber
 • 2 dl smátt saxaðar mjúkar döðlur
 • Balsamik gljái eftir smekk

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Kryddið kjúklinginn með salt, pipar, oreganó og þurrkuðu chillí. Bakið kjúklinginn inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til eldaður í gegn.
 3. Skolið og þerrið salatið, raðið á fallegan disk.
 4. Skerið kjúklingafille í bita og raðið á salatið.
 5. Steinhreinsið avocadóið og skerið í bita ásamt melónunni. Skerið tómatana í helminga, skerið eplin í þunnar sneiðar, skerið döðlurnar í litla bita og raðið öllu út á salatið ásamt mosarella ostinum og bláberjunum. Setjið balsamik gljáa yfir.

Djúsí kjúklingafille salat með fersku basil, mosarella, tómötum og balsamik gljáa

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5