Linda Ben

Djúsí kjúklingaréttur í pestórjómaostasósu

Recipe by
25 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 4 manns

Hér höfum við einstalega ljúffengan og djúsí kjúklingarétt sem kemur úr smiðju mömmu minnar eins og svo margir aðrir góðir réttir á þessari síðu. Þetta er réttur sem hún smellir í þegar hún vill eitthvað virkilega gott í matinn en það þarf samt að vera einfalt og fljótlegt.

Djúsí kjúklingaréttur í pestórjómaostasósu

Djúsí kjúklingaréttur í pestórjómaostasósu

Djúsí kjúklingaréttur í pestórjómaostasósu

Djúsí kjúklingaréttur í pestórjómaostasósu

Djúsí kjúklingaréttur í pestórjómaostasósu

 • U.þ.b. 1/2 grasker (butternut squash)
 • 2 msk Ólífu olía
 • smá salt
 • 600 g úrbeinuð kjúklingalæri
 • U.þ.b. 1 1/2 – 2 msk kjúklingakryddblanda
 • 6 hvítlauksgeirar
 • 1/2 laukur
 • 400 ml rjómi
 • 150 g Kryddostur með pipar
 • 1 kjúklingakraftur
 • 150 g rautt pestó
 • 1/4 tsk þurrkaðar chillí flögur
 • 1/2 tsk oreganó
 • Salatblanda

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
 2. Flysjið graskerið og skerið í 1 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast mót, hellið ólífu olíu yfir og saltið.
 3. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30 mín eða þar til það er orðið mjúkt í gegn.
 4. Kryddið kjúklingalærin og steikið þau á pönnu þar til það er komin fallega gullin húð á þau, setjið í eldfast mót á meðan sósan er útbúin.
 5. Skerið laukinn og steikið á pönnunni sem kjúklingalærin voru steikt á, rífið niður hvítlauksrifin og steikið létt og hellið svo rjóma út á pönnuna.
 6. Bætið pestóinu út á og rífið kryddostinn út í rjómann og bræðið hann.
 7. Bætið kjúklingakrafti, þurrkað chillí og oreganó á pönnuna. Blandið öllu saman.
 8. Hellið sósunni yfir kjúklingalærin og bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til lærin eru bökuð í gegn.
 9. Berið fram með graskerinu og fersku salati.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Djúsí kjúklingaréttur í pestórjómaostasósu

Category:

One Review

 1. þorhildur þorisdottir

  Virkilega gott. Kláraðist upp til agna

  Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5