Linda Ben

Djúsí laxa taco með avocadó salsa og hvítlauks lime sósu

Recipe by
45 mín
Prep: 15 mín | Cook: 20 mín | Servings: 2-3 manns

Fyrir stuttu smakkaði ég laxa taco í fyrsta skipti. Þá var okkur fjölskyldunni boðið í mat hjá systur mannsins míns og var það alveg hrikalega gott! Það kom mér svo ótrúlega mikið á óvart því einhverra hluta vegna finnst mér það ekki hljóma neitt sérstaklega girnilega.

Ég skal þó segja ykkur það að meiri djúsí og hollan mat er erfitt að finna, þvílíkt combó!

_MG_3668

Ég og maðurinn minn höfum ekki hætt að hugsa um þetta laxa taco síðan í matarboðinu og því var ekkert annað í stöðunni en að gera mína eigin útgáfu af þessum virkilega djúsí, holla og bragðgóða mat. Þetta er einföld laxa taco uppskrift, fá innihaldsefni og tekur stutta stund að útbúa.

_MG_3670

Eins og við vitum flest öll þá er laxinn sérlega olíu mikill sem er akkurat það sem maður vill þegar maður gerir djúsí taco. Ég mæli með því að krydda laxinn vel, steikja og varðveita olíuna af honum því það er hún sem kemur með djúsí þáttinn.

_MG_3668

Hvítlauks lime sósan er alveg rosalega einföld, frískar svolítið upp á hlutina ásamt avocadó salsanu sem er líka einfalt og kallar aðeins á örfá hráefni.

_MG_3680

_MG_3687

_MG_3693

_MG_3630

Djúsí laxa taco með avocadó salsa og hvítlauks lime sósu

 • 700 g lax
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 tsk cumin
 • vel af salti og pipar
 • 1 tsk paprika
 • ½ tsk kóríander krydd
 • ¼ tsk cajun krydd (má sleppa)
 • 1 msk ólífu olía
 • Taco skeljar

Aðferð:

 1. Skerið roðið af laxinum og skerið fiskinn í frekar smáa bita, leggið í skál eða fat.
 2. Kryddið fiskinn mjög vel og hellið svolítilli olíu yfir hann, blandið öllu vel saman svo hver einasti laxabiti er þakinn í kryddi. Látið marinerast í eins langan tíma og er í boði, (gott að miða við allavega 30 mín en það algjör snilld að láta marinerast í sólahring) en það sleppur líka að láta fiskinn marinerast bara á meðan hvítlauks lime sósan og avocadó salsað er útbúið.
 3. Steikið fiskinn á pönnu þangað til hann er eldaður í gegn.
 4. Hitið taco skeljanar í ofni (eða örbylgjuofni) þar til þær eru orðnar heitar.

_MG_3644

Hvítlauks lime sósa 

 • 2 msk majónes
 • 2 msk 18% sýrður rjómi
 • 1 hvítlauksrif
 • 1 lime

Aðferð:

 1. Blandið saman majónesi og sýrðum rjóma.
 2. Pressið hvítlauksrif út í og rífið börkinn af lime út í. Kreistið hálfa lime út í og blandið öllu saman.
 3. Hægt að setja smá salt og pipar ef vill.
 4. Það er virkilega gott að smyrja taco skelina að innan með þessari sósu.

_MG_3642

Avocadó salsa

 • 2-3 avocadó
 • ½ rauðlaukur
 • 1 hvítlauksrif
 • Safi úr ½ lime
 • Góð lúka ferskt kóríander

Aðferð:

 1. Skerið avocadóið í bita og setjið í skál.
 2. Skerið rauðlaukinn smátt niður og bætið honum í skálina.
 3. Pressið hvítlaukinn út á og kreistið lime.
 4. Setjið kóríander út á og blandið öllu varlega saman.

_MG_3699

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_3672

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5