Linda Ben

Eftirrétta bakki

Recipe by
5 min

Þessi eftirrétta bakki er einfaldur eftirréttur af bestu gerð. Það er nefninlega þannig að það þarf ekki alltaf að gera hlutina frá grunni til að gera glæsilegan eftirrétt.

Hér er allt keypt tilbúið og einfaldlega raðað á bakka! Reyndar ákvað ég að setja ostinn á pönnu, smellti honum aðeins inn í ofn til að bræða hann og smellti svo nokkrum skornum jarðaberjum ofan á, en það telst nú varla sem mikil fyrirhöfn og því flokka ég það sem “keypt tilbúið” ????

Allt á þessum bakka passar einstaklega vel með freyðivíni svo það er um að gera að skála fyrir einfaldleikanum!

Einfaldur eftirréttur, eftirrétta bakki

Á bakkanum er:

 • Jarðaber
 • Vínber
 • Ofnbakaður gull ostur toppaður með jarðaberjum
 • Tuc kex
 • Makkarónur
 • Salt kringlur
 • Súkkulaðihúðað popp
 • Súkkulaðihúðaðar hnetur
 • Lakkrís
 • Rís buff
 • Anton Berg konfektmolar
 • Súkkulaði trufflur

Einfaldur eftirréttur, eftirrétta bakki

Einfaldur eftirréttur, eftirrétta bakki

Einfaldur eftirréttur, eftirrétta bakki

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5