Linda Ben

Eggnog – amerískur jóladrykkur

Eggnog jóladrykkur.

Það þekkja margir þennan drykk úr amerískum bíómyndum en eggnog er órjúfanleg hefð margra í Ameríku.

Eggnog er rjómakendur drykkur og er algjört lostæti. Hægt er að gera bæði áfengislausa og áfenga útgáfu af drykknum en eini munurinn til að gera áfenga útgáfu er að blanda áfengi saman við í endann áður en honum hellt í glösin. Rammleikinn í áfenginu vegar skemmtilega á móti sætunni í drykknum.

Þessi uppskrift miðast við fjóra drykki.

eggnog jóladrykkur

eggnog jóladrykkur

eggnog jóladrykkur

Eggnog

  • 4 eggjarauður
  • 60 g sykur
  • 1 ½ dl rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
  • 3 dl mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
  • ¼ tsk múskat
  • ¼ tsk kanill
  • ¼ tsk vanilludropar
  • klípa af salti
  • Kanillstöng og krydd sem skraut

Áfeng útgáfa, þá bætir þú við

  • 1 dl Romm eða vískí

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja eggjarauður og sykur í hrærivél og þeytið þar til alveg ljósgult (nánast hvítt) og mjög loftmikið.
  2. Setjið rjómann, mjólkina, múskat, kanil og salt í pott og hitið að suðu (slökkvið þegar blandan byrjar að sjóða).
  3. Hellið helmingnum af rjómablöndunni ofan í eggjablönduna hægt og rólega í mjórri bunu með hrærivélina í gangi.
  4. Hellið núna úr hrærivél og setjið ofan í pottinn með restinni af rjómablöndunni. Hitið og hrærið stanslaust í á meðan, slökkvið undir þegar blandan er byrjuð að þykkna, setjið vanilludropana út í og blandið saman við.
  5. Hellið drykknum í ílát sem þolir hita, lokið og setjið inn í ísskáp þar til blandan er alveg köld.
  6. Skiptið drykknum á milli 4 glasa, skreytið með kanilstöng og muldum kanil.
  7. Í áfengri útgáfu þá blandar þú áfenginu út í og hrærir áður en drykknum er skipt á glösin.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

eggnog jóladrykkur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5