Linda Ben

Einfaldar banana orkukúlur

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við MUNA

Einfaldar banana orkukúlur

Hér höfum við alveg æðislegar banana orkukúlur sem er algjört snilldar millimál fyrir bæði börn og fullorðna.

Ég geri þessar kúlur reglulega þegar krakkarnir mínir eru eitthvað lystarlítil, eins og þegar þau eru veik, og þau alveg hakka þetta í sig. Mér finnst það alveg dásamlegt þar sem þessar kúlur eru fullar af næringu og innihalda mikla orku.

Þær eru líka svo ótrúlega einfaldar, krakkarnir elska að hjálpa mér að útbúa þær og eldri strákurinn minn þarf litla sem enga hjálp frá mér á meðan hann græjar kúlurnar sjálfur.

Sjálfri finnst mér kúlurnar mjög góðar með dökku súkkulaði og fæ ég mér oft 1-2 kúlu seinnipartinn og finnst mér þær seðja sykurlöngun, en krakkanir vilja alls ekki sjá dökka súkkulaðið á sínum. Þannig það er alls ekki skylda að setja súkkulaðið á þó svo að uppskriftin sé sett upp þannig, en ég mæli með að prófa að hjúpa nokkrar og sjá hvernig þér finnst það.

Ég notaði Muna vörurnar í þessa uppskrift en að mínu mati er lang besta hnetusmjörið frá Muna. Það er svo ótrúlega bragðgott, áferðin creamy, hvorki of stíf né of blaut og það besta er. Ég elska líka að það er ekkert mál að hræra það saman í byrjun þegar hnetusmjörið er nýtt svo krukkan verður ekki öll í subbi eins mér finnst gera með aðrar tegundir. Ég mæli mikið með að prófa, væri gaman að heyra hvað ykkur finnst.

Einfaldar banana orkukúlur

Einfaldar banana orkukúlur

Einfaldar banana orkukúlur

Einfaldar banana orkukúlur

Einfaldar banana orkukúlur

  • 140 g Banani
  • 40 g hnetusmjör frá Muna
  • 1 tsk vanilludropar
  • ½ tsk kanill ceylon frá Muna
  • 120 g haframjöl frá Muna
  • 100 g dökkt súkkulaði (má sleppa)

Aðferð:

  1. Stappið bananann í skál og bætið svo öllum öðrum innihaldsefnum í skálina og blandið vel saman.
  2. Myndið kúlur úr deiginu (c.a. 16 stk) og setjið í frystinn í u.þ.b. 1-2 klst.
  3. Ef þið viljið hjúpa kúlurnar með súkkulaði, þá bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hjúpið kúlurnar, látið standa þar til súkkulaðið stirðnar.
  4. Geymið í loftþéttum umbúðum inn í ísskáp.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Einfaldar banana orkukúlur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5