Linda Ben

Einfaldar fallega skreyttar piparkökur

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Einfaldar fallega skreyttar piparkökur

Mig langar að deila með ykkur þessum einföldu fallega skreyttum piparkökum.

Það er jólahefð hjá okkur fjölskyldunni að skreyta piparkökur fyrir jólin. Ég notaði glassúr og kökuskraut frá Dr. Oetker sem mér finnst bera höfuð og herðar fyrir ofan önnur glassúr á markaðnum!

Áferðin á glassúrnum er rosalega góð! Það er þægilegt að sprauta honum, hann helst fallega á kökunum og rennur ekki til. Hann er fallega hvítur og bragðast mjög vel.

Kökuskrautið sem ég notaði var líka bragðgott, perlurnar stóru eru súkkulaðiperlur sem bráðna í munni.

Það sem ég gerði til að ná þeim svona var að setja kökuskraut í skál (nógu stóra til að ein piparkaka passaði í hana) og hafa aðra tóma skál hliðiná. Svo sprautaði ég úthringinn á kökunum og setti piparkökuna í tómu skálina, síðan hellti ég kökuskrautinu yfir og þá festist kökuskrautið tilviljanakennt í glassúrinum sem mér finnst ótrúlega fallegt.

Glassúrinn harðaði á u.þ.b. 1 mín og þá var hægt að borða kökurnar.

Einfaldar skreyttar piparkökur

Einfaldar skreyttar piparkökur

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5