Linda Ben

Einfaldar grillaðar kjúklingabringur með avocadó og jarðaberja salati

Recipe by
| Servings: Unnið í samstarfi við Ali

einfaldar grillaðar kjúklingabringur með avocadó og jarðaberja salati

einfaldar grillaðar kjúklingabringur með avocadó og jarðaberja salati

Þessi uppskrift er algjörlega með þeim einfaldari. Svo einföld er hún að það er varla hægt að kalla hana almennilega uppskrift, en það er akkurat það sem ég elska við hana! Þessi réttur er fullkominn til að smella í í útilegu eða í sumarbústaðnum þar sem erfitt er að taka með sér fjöldan allan af kryddum og öðrum innihaldsefnum, en bragðið lætur ekki á sér standa.

Að sjálfsögðu er hægt að bera þessari marineruðu kjúklingabringur með hvaða meðlæti sem er, en þetta er bara svo ótrúlega gott og ferskt, passar fullkomlega með bragðmiklu Hickory honey marineringunni.

Marineruðu kjúklingabringurnar frá Ali er ný vara frá þeim og er algjör snilld! Bringurnar koma í tveimur mismunandi marineringum, þrjár í pakka, eru einstaklega mjúkar og bragðmiklar. Ég mæli heilshugar með þeim.

Einfaldar grillaðar kjúklingabringur með avocadó og jarðaberja salati

  • Hickory Honey marineraðar kjúklingabringur frá Ali
  • Avocadó
  • Jarðaber
  • Feta ostur
  • Graskersfræ

Aðferð:

  1. Kveikið á grillinu og setjið bringurnar á grillið þegar það er orðið heitt. Snúið bringunum reglulega og grillið þar til þær eru eldaðar í gegn (tími fer eftir hitanum á grillinu)
  2. Skerið avocadóið í sneiðar og jarðaberin í ferninga, raðið á diskinn ásamt feta osti og graskersfræjum.
  3. Mjög gott að bera fram með sætum kartöflum og kaldri piparsósu.

einfaldar grillaðar kjúklingabringur með avocadó og jarðaberja salati

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5