Linda Ben

Einfaldar og svakalega góðar bláberjamuffins

Recipe by
35 mín
| Servings: 15 stk

Þetta eru einföldustu og ég ætla líka að leyfa mér að segja bestu bláberjamuffins sem þú getur smellt í. Þær eru einstaklega mjúkar, bragðmiklar og ljúffengar.

Ég notaði mína eigin vanilluköku þurrefnablöndu til að útbúa deigið, bætti svo við bláberjum og sítronuberki út í deigið. Smelltti því svo í stór muffinskökuform og bakaði þannig. Muffinskökurnar eru svo toppaðar með einföldum glassúr til að gefa þær algjörlega ómótstæðilegar.

Ef þú vilt þá getur þú að sjálfsögðu notað hefðbundna stærð af bolllakökuformum, þá þarftu bara að stytta bökurnartímann örlítið.

Einfaldar og svakalega góðar bláberjamuffins

Einfaldar og svakalega góðar bláberjamuffins

Einfaldar og svakalega góðar bláberjamuffins

Einfaldar og svakalega góðar bláberjamuffins

Einfaldar og svakalega góðar bláberjamuffins

  • Ljúffeng Vanilluköku þurrefnablanda frá Lindu Ben
  • 3 egg
  • 150 g smjör/bragðlítil olía
  • 1 dl vatn
  • 150 g frosin bláber
  • 4 msk sykur (skipt í 2 hluta og notað á 2 stöðum í uppskriftinni)
  • Börkur af 1 sítrónu
  • 2 dl flórsykur
  • 2-3 msk vatn

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
  3. Setjið bláberin í skál og setjið 2 msk af sykri yfir, blandið saman. Setjið sykruðu bláberin í deigið og rifna sítrónubörkinn, blandið varlega saman með sleikju.
  4. Setjið pappírsbollakökuform í bolllakökuálbakka.
  5. Setjið deig í formin þannig þau fyllist um helming þar sem deigið lyftist mikið í ofninum. Setjið 1 tsk af sykri yfir hverja köku.
  6. Bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  7. Kælið kökurnar að stofuhita og útbúið glassúrinn á meðan.
  8. Setjið flórsykur í skál og setjið 1 msk af vatni í einu í flórsykurinn og hrærið á milli, glassúrinn á að vera þykkfljótandi. Dreifið honum yfir bollakökurnar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Einfaldar og svakalega góðar bláberjamuffins

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5