Linda Ben

Einfaldar Piparkökuskreytingar

Að skreyta piparkökur er órjúfanleg jólahefð hjá okkur fjölskyldunni. Við skreytum bæði piparkökur og piparkökuhús og höfum rosalega gaman að þessu.

Við notuðum skreytingarvörurnar frá Dr. Oetker í ár en það er svo mikið af fallegu og skemmtilegu skrauti frá Dr. Oetker. Við notuðum núna einhyringaskraut, litaðan glassúr, hvítan glassúr í túpu og kökuskraut meðal annars.

Það sem ég elska við skreytingarvörurnar frá Dr. Oetker er hversu bragðgóðar þær eru. Kökuskrautið er flest mjúkt hentar því vel fyrir krakkana að borða. Til dæmis eru stafirnir, sem við notuðum til að skrifa Gleðileg jól, úr súkkulaði.

Ég er nú alls enginn snillingur þegar kemur að því að skreyta skrautlegar og fallegar piparkökur en ég geri nú samt heiðarlega tilraun til þess á hverju ári þar sem mér finnst gaman að gera fallegar kökur. Það sem mér hefur þótt best er að hafa skreytingarnar einfaldar. Mín “go to” aðferð að fallegum en einföldum piparkökuskreytingum er að spauta glassúri úr túpu á úthring piparkökunnar og dýfa henni svo í skál fulla af kökuskrauti. Hér fyrir neðan sjáiði svo nokkrar einfaldar útfærslur af piparkökuskreytingum sem flestir ættu að geta leikið eftir.

Einfaldar Piparkökuskreytingar linda ben

Einfaldar Piparkökuskreytingar linda ben

Einfaldar Piparkökuskreytingar linda ben

Einfaldar Piparkökuskreytingar

Það sem við notuðum:

  • Piparkökur
  • Dr. Oetker skreytinarglassúr (pynteglassur)
  • Dr. Oetker stafi og tölustafi
  • Dr. Oetker einhyrningaskraut
  • Dr. Oetker kökuskraut
  • Dr. Oetker pasel glassúr

Það sem við gerðum:

  1. Sprautuðum úthring piparkökunnar með skreytingaglassúr og kökunum svo dýpt í skál fulla af kökuskrauti svo kökuskrautið límist fast í skreytingaglassúrinn.
  2. Kökurnar hjúpaðar með skreytingarglassúr og skreyttar með einhyrningaskrauti. Einnig voru sumar skreyttar með stöfum til að skrifa “Gleðileg Jól”
  3. Skreytingarglassúr var einnig notaður sem lím til að líma einhyrningaskrautið beint á piparkökurnar.
  4. Litaður glassúr var notaður til að skreyta piparkökurnar, mjög vinsælt hjá dóttur minni.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Einfaldar Piparkökuskreytingar linda ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5