Linda Ben

Einfaldar sænskar kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu

Einfaldar sænskar kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu sem allir elska.

Þessar kjötbollur eru svo sniðugar og góðar. Þær eru tilbúnar og þarf bara að hita. Maður einfallega smellir þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu og hitar inn í ofni í 20 mín.

Hægt er að bera kjötbolllurnar fram á mismunandi vegu. Til dæmis eru þær ljúffengar með spagetti og góðri tómatsósu. Þær eru líka mjög sniðugar í veislur þar sem þær eru bornar fram sem pinnamatur með súrsætri sósu. Þar sem bolludagurinn nálgast óðfluga ákvað ég að bera þær fram með heimagerðri kartöflumús og brúnni kjötbollusósu.

Einfalt, fljótlegt og virkilega ljúffengt.

Einfaldar sænskar kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu

Einfaldar sænskar kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu

Einfaldar sænskar kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu

Einfaldar sænskar kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu

 • 750 g Sænskar kjötbollur frá SS
 • Kartöflumús (uppskrift hér fyrir neðan)
 • Brún kjötbollusósa (uppskrift hér fyrir neðan)
 • Rabbabarasulta
 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
 2. Útbúið kartöflumúsina og sósuna, berið fram með rabbabrarasultu.

Kartöflumús

 • 1000 g forsoðnar kartöflur
 • 100 g smjör
 • 1 ½ dl rjómi
 • 1 msk sykur
 • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Hitið kartöflurnar með því að setja þær í pott og sjóða í nokkrar mín.
 2. Setjið kartöflurnar í hrærivél eða stappið með kartöflustappara. Bræðið smjörið og blandið saman við ásamt mjólkinni.
 3. Kryddið til með salti og pipar.

Brún kjötbollusósa

 • 100 g smjör
 • 3 msk hveiti
 • 500 ml vatn
 • 2 dl rjómi
 • 1 1/2 stk nautakraftur
 • 1/2 tsk sterkt dijon sinnep
 • 1 tsk soja sósa
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Setjið smjör í pottinn í bræðið það, bætið hveitinu í pottinn og hrærið þar til verður að smjörbollu. Bætið vatninu hægt og rólega út í pottinn og hrærið í smjörbollunni á meðan svo hún leysist jafnt upp og verði kekklaus.
 2. Bætið rjómanum og nautakraftinum út í ásamt dijon sinnepi og soja sósu.
 3. Smakkið til með salti og pipar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

Einfaldar sænskar kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5