Linda Ben

Einfaldar smørrebrød uppskriftir

Þessi færsla er kostuð af Abba

Við fórum til Kaupmannahafnar fyrir ekki svo löngu þar sem við smökkuðum ófáar smørrebrød sneiðarnar. Það sem ég elska mest við að ferðast er að drekka í mig mismunandi matarmenningar, ég hreinlega að smakka nýjan og öðruvísi mat.

Eftir að við komum heim hef ég verið með æði fyrir sólkjarna rúgbrauði og hef ég verið að leika mér að gera mínar eigin smørrebrød en hér er að finna tvær útfærslur sem innihalda síld og eru í uppáhaldi hjá mér. Abba síldin er hágæða síld, sérlega feit og bragðgóð.

Smurbrauð með Abba síld er skemmtilegt að bera fram í jólaboðum á aðventunni, sérstaklega ef boðið fer fram í hádeginu eða sem forréttur ef boðið er um kvöldið. Síld er fyrir marga órjúfanlegur hluti jólanna og því gaman að sameina þessa hluti svona þegar styttast fer í jólin.

smørrebrød uppskriftir með síld

Rauðbeðu smurbrauð með Abba lauksíld

 • Sólkjarna rúgbrauð
 • Rauðbeður
 • Abba lauksíld
 • Rauðlaukur
 • Fersk steinselja
 • Þurrkaðar ostaflögur
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið rauðbeðurnar þunnt og raðið á rúgbrauðið. Setjið síldina þar yfir ásamt mjög þunnum strimlum af rauðlauk, ferskri steinselju og þurrkuðum ostaflögum.
 2. Kryddið örlítið með salt og pipar.

smørrebrød uppskriftir með síld

Smurbrauð með kartöflum, klettasalati og Abba karrísíld

 • Sólkjarna rúgbrauð
 • Forsoðnar kartöflur
 • Klettasalat
 • Abba karrý síld
 • Soðin egg
 • Rauðlaukur
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og raðið þeim á brauðið.
 2. Leggið salat yfir, ásamt síld, ½ soðnu eggi skorið í tvennt og nokkra örþunna strimla af rauðlauk. Kryddið létt með salt og pipar.

smørrebrød uppskriftir með síld

smørrebrød uppskriftir með síld

Fylgstu með á Instagram

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5