Linda Ben

Einfaldar vanillu bollakökur með regnboga skreytingu, þessar eru fullkomnar í barnaafmæli!

Recipe by
1 klst og 10 mín
Prep: 30 klst | Cook: 40 mín | Servings: 12 kökur

Þessar sætu regnboga bollakökur eru fullkomnar í barnaafmælin eða aðrar veislur. Það er mjög einfalt að gera vanillu bollakökur, eitthvað sem flest allir eiga að geta gert.

Kreminu er einfaldlega smurt á kökurnar, ef maður vill þá er hægt að sprauta ský á kökurnar og stinga svo regnboga namminu í þau en það er alls ekki nauðsyn.

Ég mæli alltaf með því að nota bollakökumót undir pappírsformin en það gerir það að verkum að bollakökurnar halda betur lögun í ofninum og eru mikið fallegri.

Vanillu regnboga bollakökur uppskrift

Vanillu bollakökur uppskrift:

 • 1 ½ dl sykur
 • 2 egg
 • 170 g smjör, brætt
 • 3 ½ dl hveiti
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk salt
 • 2 tsk vanilludropar
 • 120 ml mjólk

Einnig þurfið þið regnboganammið Airheads Xtremes, sjá mynd neðar.

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið.
 2. Stillið ofninn á 175°C.
 3. Hrærið saman egg og sykur þangað til blandan verður létt.
 4. Hellið smjörinu út í eggjablönduna í mjórri bunu, með hrærivélina í gangi.
 5. Setjið vanilludropana út í eggjablönduna.
 6. Í aðra skál blandið saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu.
 7. Blandið helmingnum af hveitiblöndunni saman við eggjablönduna.
 8. Blandið mjólkinni saman við og setjið svo loks afganginn af hveitiblöndunni saman við.
 9. Setjið pappírs muffinsform ofan í muffinsbakka.
 10. Fyllið hvert muffinsform upp 2/3.
 11. Bakið í ofninum í um það bil 15 mín eða þangað til þær eru bakaðar í gegn.
 12. Kælið kökurnar fullkomlega.

Fylgist með á Instagram!

Vanillu regnboga bollakökur uppskrift

Smjörkrem uppskrift:

 • 200 g smjör við stofuhita
 • 400 g flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Hrærið smjörið þangað til það verður létt og loftmikið.
 2. Blandið flórsykrinum saman við og setjið svo vanilludropana út í.
 3. Hrærið þangað til kremið verður létt og loftmikið.
 4. Smyrjið kreminu meðalþunnt á hverja köku.
 5. Setjið afganginn af kreminu í sprautupoka og setið lítinn hringlaga stút á, ég notaði stút nr 7 frá Wilton.
 6. Sprautið tvö “ský” sitthvoru megin á kökurnar.
 7. Skerið regnboga nammið (Airheads Xtremes) í helminga og setjið það ofan í skýjin.

Vanillu regnboga bollakökur uppskrift

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5