Linda Ben

Einfaldar vanillu smákökur

Recipe by
40 mín

Einfaldar vanillukökur sem er fullkomin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í bakstrinum. Þessi uppskrift er fengin úr heimilisfræði stráksins míns sem er 6 ára, en kennarinn sendi krökkunum þessa uppskrift sem heimaverkefni.

Hann gerði þær einn frá a-ö (fékk að sjálfsögðu hjálp við að taka þær út úr ofninum samt) og þær komu svo ótrúlega vel út að honum langaði að deila uppskriftinni með ykkur og hvetja í leiðinni krakka til að smella í þær.

Það þarf ekki að nota neina hrærivél til að gera þessar kökur því þær eru hnoðaðar saman með höndunum, eitthvað sem flest allir krakkar elska! Einnig tók ég eftir að þetta er eggjalaus smáköku uppskrift sem er eflaust kærkomið fyrir ofnæmispésa, það er líka vel hægt að skipta venjulegu mjólkinni út fyrir t.d. möndlumjólk eða aðra.

Strákurinn minn sá um að mynda kökurnar og stílisera myndatökuna, mér finnst þetta ótrúlega fallegt hjá honum og er ég virkilega stolt af snúðinum mínum sem hefur greinilega verið að læra þegar hann hefur fylgst með mömmu sinni mynda mat í gegnum árin ❤️

Einfaldar vanilla smákökur

Einfaldar vanilla smákökur

Einfaldar vanillu smákökur

 • 4 dl hveiti
 • 1 ½ dl sykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 1 tsk matarsódi
 • 90 g smjörlíki
 • ½ dl síróp
 • ½ dl mjólk

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 °C.
 2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál.
 3. Myljið smjörlíkið saman þurrefnin.
 4. Búið til holu í deigið. Hellið sírópinu og mjókinni í holuna og hrærið saman.
 5. Setjið deigið á borðið og hnoðið þar til deigið er slétt og glansandi.
 6. Fletjið deigið út með kökukefli og mótið með myndaformum.
 7. Raðið  kökunum á bökunarplötu og bakið í miðjum ofni í 8-10 mínútur (Þetta deig er líka hægt að móta í litlar kúlur, raða á plötu og þrýsta gaffli ofan á hverja köku)

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Einfaldar vanilla smákökur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5