Linda Ben

Einfaldur og fljótlegur fiskréttur: Skötuselur með fetaosti og spínati

Recipe by
15 mín
Prep: 7 mín | Cook: 7 mín | Servings: 2 manns

Þessi einfaldi fiskréttur er mjög fljótlegur að útbúa. Hann inniheldur aðeins 8 innihaldsefni sem eiga það sameiginlegt að vera yfirleitt til í skápunum í eldhúsinu. Það er því lítið mál að útbúa þennan holla og bragðgóða fiskrétt með lítilli fyrirhöfn.

Einfaldur fiskréttur, skötuselur spínat og fetaostur

 

Einfaldur fiskréttur, skötuselur spínat og fetaostur

Einfaldur fiskréttur: Skötuselur með fetaosti og spínati

 • 400 g skötuselur
 • 2 tsk cumin fræ
 • 2 tsk timjan
 • salt og pipar
 • ólífuolía
 • 200 g spínat
 • ½ krukka fetaostur, með olíunni
 • börkur af ½ sítrónu

Aðferð:

 1. Merjið cuminfræin, timjanið, gróft sjávarsalt og pipar saman í mortel, setjið yfir skötusels flökin.
 2. Hitið pönnu og setjið olíu á pönnuna.
 3. Setjið vatn og 1 tsk salt í stóran pott og sjóðið.
 4. Steikið skötusels flökin á pönnunni á miðlungshita í 3-4 mín á hverri hlið (tími fer eftir hversu stór flökin eru).
 5. Setjið spínatið út í sjóðandi salt vatnið og sjóðið það í 3 mín. Sigtið spínatið frá, leggið það á eldhúspappír og þurrkið sem mest af vatninu.
 6. Setjið spínatið á stóran disk, setjið fiskinn ofan á og svo feta ostinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Einfaldur fiskréttur, skötuselur spínat og fetaostur

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5