Linda Ben

Einfaldur og ljúffengur ostabakki

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nathan&Olsen

Einfaldur og ljúffengur ostabakki á alltaf vel við!

Þessi ostabakki er mjög einfaldur en rosalega braggóður. Hann saman stendur af þremur ljúffengum ostum sem eru svo mildir og bragðgóðir og ýmsu öðru góðgæti sem þið fáið upptalningu af hér fyrir neðan. Það er þó um að gera að leika sér með meðlætið með ostunum en ég mæli með að hafa það einfalt og leyfa ljúffengu ostunum að njóta sín til hins ýtrasta.

Ostarnir sem ég notaði eru allir franskir ostar, en alls ekki láta framandi útlit og nöfn blekkja ykkur, þessir ostar eru ótrúlega mildir og einstaklega bragðgóðir.

Chaumes le Cremier er minn allra uppáhalds þótt þeir séu allir góðir, hann er bara svo rosalega mjúkur og rjómkenndur á sama tíma og bragðið er gott.

Coeur de Lion le Bon Brie er klassískur brie ostur sem er afskaplega góður og öllum líkar vel við.

Saint Albray er mætti líkja við einskonar samblöndu af Camembert osti og Havarti, afskaplega mildur og ljúffengur.

Einfaldur og ljúffengur ostabakki

Einfaldur og ljúffengur ostabakki

Einfaldur og ljúffengur ostabakki

  • Chaumes le Crémier
  • Coeur de Lion le Bon Brie
  • Saint Albray Gourmand & Crémeux
  • Bláber
  • Hráskinka
  • Ólífur
  • Kasjúhnetur
  • Sulta
  • Hunang

Aðferð:

  1. Öllu raðað snyrtilega saman á bakka

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Einfaldur og ljúffengur ostabakki

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5