Linda Ben

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

Recipe by
15 mín
| Servings: 4-5 manns

Þetta pasta salat er með því einfaldara sem hægt er að smella saman en á sama tíma algjört sælgæti og fullt af hollustu.

Það er hægt að bera það fram bæði heitt og kalt, allt eftir því hvað hentar betur. Það er því hægt að gera þetta salat með góðum fyrirvara, til dæmis ef lítill tími er til þess að elda um kvöldið.

Það er mjög sniðugt að gera stóran skammt af þessu salati og eiga afgang í hádeginu daginn eftir, því það er jafnvel betra daginn eftir.

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó salat

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

  • Tvær foreldaðar kjúklingabringur
  • 250 g heilhveiti pasta skrúfur
  • 190 g (ein krukka) grænt pestó
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 300 g aspas
  • 1 lítill brokkolí haus
  • 45 g furuhnetur
  • Parmesan ostur
  • Ferskt basil
  • Extra virgin ólífu olía

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á 200ºC. Skerið brokkolíið niður í bita og raðið á ofnplötu ásamt aspasnum, setjið ólífu olíu yfir ásamt salt og pipar. Bakið í 20 mín í ofninum eða þar til grænmetið er bakað í gegn.
  2. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  3. Skerið kjúlingabringurnar niður í bita, setjið út á pastað ásamt pestóinu, parmesanosti og sítrónusafa.
  4. Setjið bakaða grænmetið út á pastað og raðið á fallegt fat. Dreifið fururhnetum yfir, parmesan osti og fersku basil.

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó salat

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5