Linda Ben

Einfalt grillað lamba fille í kryddlegi og ferskur grillaður aspas

Recipe by
1 klst og 15 mín
Prep: 1 klst | Cook: 15 mín | Servings: 4 manns

Lamba fille er alltaf jafn gott. Hér er það látið marinerast í kryddlegi sem er búinn til úr ferskum kryddjurtum. Bragðgóð klassík sem slær svo sannarlega í gegn!

Það kom mér á óvart hversu góður grillaður ferskur aspas er. Það er svo ótrúlega einfalt að grilla þá og hann var fáranlega góður! Aspasinn í Kosti kemur alltaf ferskur með flugi beint frá New York sem maður finnur vel á bragðinu. Algjört lostæti sem passar svo vel með lamba fille-inu!

Grillað lamba fille í kryddlegi

Kryddlögurinn verður betri ef notaðar eru ferskar kryddjurtir og er þessi uppskrift miðuð við það en hægt er að nota þurrkaðar ef þið viljið það frekar.

Grillað lamba fille í kryddlegi

Grillað lamba fille í kryddlegi

Lamba fille í kryddlegi:

 • 1 msk rósmarín
 • 1 msk timían
 • 3 stk Hvítlaukusgeirar
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • 1,5 dl ólífu olía
 • 1 kg lamba fille

Grillað lamba fille í kryddlegi

Aðferð:

 1. Rósmarínið og timíanið er saxað létt.
 2. Hvítlaukurinn er saxaður gróflega.
 3. Setjið kryddjurtinar, hvítlaukinn, salt og pipar ásamt ólífu olíu í mortel og maukið blönduna saman.
 4. Setjið lamba fille í skál eða eldfast mót og hellið kryddleginum yfir.
 5. Látið marinerast í 30-60 mín.
 6. Kveikið á grillinu og stillið á háan hita.
 7. Þegar grillið er orðið heitt, grillið þið kjötið á fituröndinni í 5-7 mín og svo 3-4 mín á hinni hliðinni.
 8. Látið kjötið hvíla á disk með álpappír yfir í 10-15 mín áður en það er borið fram. Á meðan grillið þið aspasinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Grillað lamba fille í kryddlegi

Grillaður aspas:

 • 8 aspas stangir
 • ólífu olía
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Takið harða endann af aspasnum með því að brjóta hann af.
 2. Penslið aspasinn með ólífu olíu og dreifið smá salt og pipar yfir.
 3. Setjið aspasinn á grillið og snúið mjög reglulega. Grillið í 10-15 mín eða þangað til hægt er að stinga gaffli auðveldlega inn í aspasinn.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5