Einfalt og gott vegan basil pestó

Recipe by
10 mín

Ég gerði þetta klassíska basil pestó en skipti út parmesan ostinum út fyrir næringar ger til þess að gera það alveg vegan og næringarríkara. Það er frábært til þess að þykkja pestóið svipað og osturinn gerir og gefur gott bragð.

Það mikilvægasta þó til þess að gera gott pestó er góð extra virgin ólífu olía, þess vegna notaði ég að sjálfsögðu Filippo Berio.

_MG_7196

_MG_7203

_MG_7208

 

Vegan pestó

  • 60 g ferskt basil (tvö box)
  • 1 dl furuhnetur
  • 1 – 1½ hvítlauksgeiri
  • 2 dl extra virgin ólífu olía frá Filippo Berio
  • 2-3 msk næringar ger
  • 1 msk sítrónusafi
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Basil, furuhnetur og hvítlaukur er sett í matvinnsluvél og maukað gróflega. Hellið extra virgin ólífu olíu út í, í mjórri bunu, á meðan blandarinn er í gangi.
  2. Blandið saman við næringar geri, sítrónusafa og salti og pipar. Setjið í fallega skál, skreytið með salti og extra virgin ólífu olíu

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_7228

Njóttu vel!

Þín Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5