Linda Ben

Einföld hunangs-sítrus marineruð kjúklingaspjót

Recipe by
1 klst
Prep: 45 min | Cook: 15 mín | Servings: 4 manns

sumarleg kjúklinga marinering

Einföld hunangs-sítrus marineruð kjúklingaspjót sem öll fjölskyldan mun elska!

sumarleg kjúklinga marinering

sumarleg kjúklinga marinering

sumarleg kjúklinga marinering

Einföld hunangs-sítrus marineruð kjúklingaspjót 

 • 4 kjúklingabringur
 • 2 paprikur
 • u.þ.b. 10 sveppir
 • 3 msk soja sósa
 • 2 msk hunang
 • 2 msk bragðlítil olía
 • safi úr 1 lime
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 5-6 grillspjót

Aðferð:

 1. Setjið soja sósu, hunang, olíu, lime safann og pressaða hvítlauksgeira í stóra skál og blandið öllu vel saman.
 2. Skerið kjúklingabringurnar í u.þ.b. fjóra bita, setjið í skálina og hellið marineringunni yfir. Látð kjötið marinerast í minnst hálftíma en lengur ef möguleiki er.
 3. Kveikið á grillinu og stillið á meðal háan hita.
 4. Raðið kjúklingnum og grænmetinu til skiptis á grillspjótin.
 5. Grillið spjótin þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn (tími fer eftir stærð kjúklingabitanna), snúið þeim reglulega á grillinu svo þau eldist jafnt á öllum hliðum.
 6. Ég mæli með að bera spjótin fram með heimagerðri alioli sósu

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

sumarleg kjúklinga marinering

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5