Linda Ben

Einföld kínóa ofurskál

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Einföld kínóa ofurskál sem mun koma þér skemmtilega á óvart. Það besta er að það tekur aðeins 20 mínútur að útbúa þennan rétt!

Hér höfum við rétt sem er í svo miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Hann er svo bragðmikill og góður, einfaldur og virkilega hollur.

Ég hvet þig til að prófa þennan, þú átt alveg örugglega eftir að elska hann líka.

Einföld kínóa ofurskál

Einföld kínóa ofurskál

Einföld kínóa ofurskál

  • 2 dl kínóa
  • 4 dl vatn
  • 1 sæt kartafla
  • 2 msk hitaþolin ólífu olía
  • ¼ tsk túrmerik
  • 1/6 tsk cayenne
  • ½ tsk paprika
  • ½ tsk cumin
  • ½ tsk oreganó
  • Salt og pipar
  • 1 dós svartar baunir
  • 1 dós gular baunir
  • Kirsuberjatómatar
  • Kóríander

Sósa

  • 2 dl grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 2 lítil hvítlauksrif
  • Salt og pipar
  • mangó edik eða sítrónusafi

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og undir+yfir hita.
  2. Afhýðið sætu kartöfluna og skerið hana í bita. Hitið ólífu olíuna á pönnu og bætið sætu kartöflunum á pönnuna ásamt kryddunum. Steikið í nokkrar mín. Bætið svo svörtu og gulu baununum út á, blandið saman og setjið inn í ofn í u.þ.b. 20 mín eða þar til kartöflurnar eru bakaðar í gegn.
  3. Setjið kínóa í pott ásamt vatni og sjóðið með lokið á pottinum þar til kinóað er orðið mjúkt og vatnið allt uppgufað.
  4. Setjið grískt jógúrt í skál ásamt pressuðu hvítlauksrifi, salt+pipar og mangó edikinu/sítrónusafanum. Blandið saman.
  5. Skerið tómatana og kóríanderið í minni bita.
  6. Setjið kínóa og sætkartöflublönduna í skál ásamt tómötum og kóríander, toppið með sósunni.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Einföld kínóa ofurskál

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5