Linda Ben

Einföld skinkuhorn úr smjördeigi

Recipe by

Þessi skinkuhorn eru þau einföldustu og fljótlegustu sem hægt er að gera!

Þau eru búin til í smjördeigi sem maður kaupir frosið út í búð. Það er afþyðið, skinka og ostur sett inn í, bakað í korter og þú er komin með dásamleg skinkuhorn! Já, bakaralífið getur stundum verið svo einfalt 🙂

Það verða til 16 horn úr einum smjördeigspakka og ég er að segja ykkur það, þau hurfu öll á met tíma á mínu heimili, svo góð voru þau!

orEinföld skínkuhorn úr smjördeigi

Einföld skínkuhorn úr smjördeigi

Einföld skínkuhorn úr smjördeigi

Einföld skínkuhorn úr smjördeigi

Einföld skínkuhorn úr smjördeigi

Einföld skinkuhorn úr smjördeigi, uppskrift:

 • Frosið smjördeig
 • Skinka,
 • Rifinn pizza ostur
 • 1 egg

Aðferð:

 1. Afþýðið smjördeigið og takið úr pakkanum.
 2. Stillið ofninn á 175°C
 3. Skerið hverja plötu í fjóra þrýhyrninga eins og á myndinni.
 4. Notið kökukefli til þess að fletja út 90° hornið á þrýhyrningnum, ekki fletja allan þrýhyrninginn út.
 5. Skerið niður skinku í litla búta og leggið í miðjuna á hverjum þríhyrning. Setjið ost ofan á skinkuna.
 6. Vefjið horninu sem var flatt út yfir skinkuna og ostinn, gott að láta það ná alveg undir og helst upp á aftur.
 7. Hrærið eggið saman og penslið því yfir hornin.
 8. Bakið í um það bil 15 mín eða þangað til hornin eru orðin vel púffuð upp og gullin.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Einföld skínkuhorn úr smjördeigi

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

2 Reviews

 1. Hrefna

  Hæ hvernig smjördeig notaðir þú?

  Star
 2. Linda

  Hæhæ
  Ég kaupi frosið í kassa, fæst í flestum matvörubúðum 🙂

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5