Linda Ben

Einföld súkkulaðihorn

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Innnes | Servings: 12 stk

Einföld súkkulaðihorn sem eru full af ljúffengu súkkulaðismjöri, tekur enga stund að smella í og eru ótrúlega bragðgóð.

Einföld súkkulaðihorn

Einföld súkkulaðihorn

Einföld súkkulaðihorn

Einföld súkkulaðihorn

  • Tilbúið smjördeig
  • Nusica súkkulaðismjör
  • 1 stk egg
  • Sykur

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C (eða á þann hita sem sagt er á umbúðunum).
  2. Skerið smjördeigið í u.þ.b. 10×10 cm ferninga, setjið 1 msk af Nusica súkkulaðismjöri á hvert ferning.
  3. Penslið endana á hverjum ferning með vatni og lokið svo myndist þríhyrningur, klemmið deigið saman með puttunum.
  4. Hrærið eggið saman og penslið því yfir þríhyrningana. Dreifið sykri yfir og bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til hornin eru orðin gullin brún.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Einföld súkkulaðihorn

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5