Linda Ben

Eitt Sett Sörur

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: u.þ.b. 60 stk

Núna er Kökubæklingur Nóa Síríus 2022 kominn í verslanir. Ég hannaði uppskriftirnar fyrir bæklinginn og stíliseraði myndatökuna en það var hann Hrólfur hjá Vorar auglýsingaskrifstofu sem tók myndirnar.

Ég lagði hjarta og sál í að hanna uppskriftirnar í bæklinginn í ár. Uppskriftirnar eru einfaldar og flestar fljótlegar en fyrst og fremst virkilega ljúffengar og vona ég að þú munir eiga góðar stundir í vetur að baka úr honum.

Ég ætla hér að deila með ykkur einni uppskrift úr bæklingnum en það voru Eitt Sett Sörurnar sem urðu fyrir valinu. Þær eru alveg einstaklega góðar þó ég segi sjálf frá.

Eitt Sett Sörur kökubæklingur Linda Ben

Eitt Sett Sörur kökubæklingur Linda Ben

Eitt Sett Sörur

Eitt Sett Sörur

Krem

  • 3 eggjarauður
  • 100 g vatn
  • 100 g sykur
  • 300 g Eitt Sett rjómasúkkulaði
  • 100 g mjúkt smjör

Botnar

  • 3 eggjahvítur
  • 1/3 tsk. salt
  • 1/3 tsk. cream of tartar
  • 50 g sykur
  • 200 g flórsykur
  • 200 g möndlumjöl

Hjúpur

  • 400 g 56% Síríus barón súkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa kremið.
  2. Þeytið eggjarauður í hrærivél þar til blandan er orðin létt og ljós. Hitið vatn og sykur í potti í um 3 mínútur eða þar til sykurinn hefur náð að leysast upp í vatninu. Hellið sykurvatninu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Þeytið þar til blandan er loftmikil og nánast hvít að lit.
  3. Bræðið Eitt Sett súkkulaðið. Hellið því næst súkkulaðibráðinni saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Stoppið reglulega og skafið hliðar skálarinnar með sleikju svo allt blandist vel saman. Skerið mjúka smjörið í litla bita og þeytið það saman við.
  4. Geymið kremið inni í ísskáp í um klukkutíma eða á meðan verið er að útbúa botnana.
  5. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með yfir- og undirhita.
  6. Setjið eggjahvítur í skál ásamt salti og cream of tartar, þeytið þar til blandan freyðir og bætið þá sykrinum út í. Þeytið þar til stífir toppar myndast.
  7. Blandið saman flórsykri og möndlumjöli. Bætið út í eggjahvítublönduna og veltið varlega saman við með sleikju þar til samlagað.
  8. Hellið deiginu ofan í sprautupoka með hringlaga stút.
  9. Sprautið á smjörpappírsklæddar ofnplötur þannig að hver kaka sé u.þ.b. 4 cm í þvermál, passið að hafa u.þ.b. 2-3 cm bil á milli þeirra svo að þær klessist ekki saman í ofninum. Bakið í u.þ.b. 12 mín. Leyfið kökunum að kólna.
  10. Smyrjið kremi á hverja köku svo það sé kúpt í miðjunni en þynnist út að köntunum. Kælið kökurnar í stutta stund.
  11. Bræðið loks súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið hverja köku með því að dýfa kreminu ofan í súkkulaðið. Leggið kökurnar á grind á meðan súkkulaðið storknar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Eitt Sett Sörur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5