Linda Ben

Eplakaka með karamellukurli og súkkulaðirúsínum

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Ég er viss um að þú eigir eftir að elska þessa eplaköku með karamellukurli og súkkulaðirúsinum.

Það sem þú þarft til að útbúa hana er haframjöl, hveiti, púðursykur, matarsóda, salt og hræra því saman. Bæta svo út í 2 eggjum, olíu og hræra því saman. Svo þarftu karamellukurl og súkkulaðirúsínur, blanda því saman við og setja 2/3 af blöndunni í eldfastmót. Skera svo niður epli í sneiðar, setja ofan á deigið og dreifa svo meira deigi yfir. Baka í 25 mín og bera svo fram með vanilluís.

eplakaka með karamellukurli og súkkulaðirúsínum

eplakaka með karamellukurli og súkkulaðirúsínum

eplakaka með karamellukurli og súkkulaðirúsínum

Eplakaka með karamellukurli og súkkulaðirúsínum

  • 180 g hafrar
  • 200 g hveiti
  • 170 g púðursykur
  • ¼ tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 170 ml bragðlaus olía
  • 2 egg
  • 150 g Síríus sælkerabaksturs karamellukurl
  • 150 g Síríus súkkulaðirúsínur
  • 3 epli
  • Þeyttur rjómi eða vanilluís

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Blandið saman höfrum, hveiti, púðursykri, salti og matarsóda.
  3. Bætið út í olíu og eggjum, hrærið saman.
  4. Bætið út í karamellukurli og súkkulaðirúsínum, hrærið saman.
  5. Smyrjið eldfastmót sem er u.þ.b. 25 x 25 cm og smellið u.þ.b. 2/3 af deiginu í formið.
  6. Skerið eplin í sneiðar og setjið í formið, dreifið restinni af deiginu yfir og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til hún er byrjuð að gyllast á litinn.
  7. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

eplakaka með karamellukurli og súkkulaðirúsínum

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5