Linda Ben

Espresso Martini uppskrift með kaffi sírópi

Recipe by
| Servings: Unnið í samstarfi við Nespresso

Espresso Matríni er einn af mínum uppáhalds kokteilum. Hann er afar fágaður og bragðgóður. Mér finnst best að fá mér Espresso Martini í desert eftir góðan mat.

Ég nota alltaf Ristoretto Nespresso hylki þegar ég útbý mér Espresso Matrini, þau hylki gefa þetta ekta ítalska espresso bragð sem passar svo vel við þennan kokteil. Einnig set ég Galliano Vanilla þar sem ég elska bragðið sem það gefur en það vinnur vel með sterka espressoinu.

Mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með kokteila og því prófaði ég að setja kaffi síróp (síróp með kaffibragði) í þessa kokteila og var virkilega ánægð með útkomuna og ég mæli með að þú smakkir. Það gerir þó ekkert til ef þú átt það ekki, hefðbundið síróp virkar fullkomlega jafn vel.

Espresso Matrini uppskrift með kaffi sírópi

Espresso Matrini uppskrift með kaffi sírópi

Espresso Matrini uppskrift með kaffi sírópi

Espresso Matrini uppskrift með kaffi sírópi

Espresso Matrini uppskrift með kaffi sírópi

Espresso Matrini uppskrift

Espresso Matrini uppskrift

Espresso Matrini uppskrift

Espresso Matrini uppskrift með kaffi sírópi

Uppskrift miðast við 2 glös

Espresso Martini uppskrift 

  • 100 ml Vodka
  • 50 ml Galliano Vanilla
  • 2 Ristoretto Nespresso skot
  • 25 ml sýróp með kaffibragði (má nota venjulegt líka)
  • Klakar

Aðferð:

  1. Hellið upp á Ristoretto Nespresso í stóran bolla og setjið nokkra klaka ofan í bollann.
  2. Setjið klaka í glösin á meðan kokteillinn er hristur.
  3. Setjið öll innihaldsefni í kokteil hristara ásamt klökum og hristið mjög vel.
  4. Takið klakana úr glösunum og hellið kokteilnum í glösin í gegnum fínt kokteilsigti, gott að hella hratt í glösin til að ná allri froðunni.
  5. Skreytið með heilum kaffibaunum.

Espresso Matrini uppskrift með kaffi sírópi

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5