Linda Ben

Falafel vefjur

Eitt af því sem ég hef verið að venja mig á undanfarið er að borða meira af grænmetisfæði. Góðir grænmetisréttir hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér ekki bara vegna þess hversu góðir þeir eru heldur líka það er svo gaman að elda þá!

Þessar falafel vefjur eru einstaklega bragðgóðar og djúsí, ekki skemmir svo fyrir hversu einfalt og fljótlegt það er að smella þeim saman.

Falafel vefjur

Falafel vefjur

  • Vefjur
  • Falafel bollur (u.þ.b. 5 bollur á hverja vefju)
  • Salat
  • Agúrka
  • Avocadó
  • 2 ½ dl grískt jógúrt
  • 2 msk lime safi
  • 2 msk majónes
  • ½ tsk þurrkað chillí krydd
  • 1 dl ferskt dill, skorið smátt niður
  • 1 hvítlauksgeiri smátt skorinn
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Ef keyptar eru tilbúnar falafel bollur, hitið þær samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  2. Á meðan bollurnar eru að hitna er sósan gerð tilbúin. Blandið saman grískri jógúrt, lime safa, majónesi. Kryddið með þurrkuðu chillí, fersku dill og smátt skornum hvítlauk, smakkið til með salt og pipar.
  3. Skerið agúrkuna og avocadóið.
  4. Smyrjið vel af sósu á vefjuna, raðið salati, bollum, agúrku og avocadó á vefjuna og lokið. Berið fram með restinni af sósunni til hliðar.

Falafel vefjur

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5