Linda Ben

Ferkst ravioli með rjóma sveppasósu

MG_0070

Rjómasveppa sósa:

 • Ravioli
 • 250 g sveppir
 • 1 msk smjör
 • 2 ferskir hvítlauksgeirar
 • 1 piparostur
 • 250 ml matreiðslurjómi
 • 1 tsk soya sósa
 • Salt og pipar
 • Fersk basilíka
 • Parmesan ostur

Aðferð:

 1. Eldið pastað eins og sagt er til um á pakkningunni.
 2. Skerið sveppina í sneiðar og steikið sveppina upp úr smjöri þangað til þeir verða mjúkir í gegn.
 3. Skerið hvítlaukinn niður og steikið hann létt með sveppunum.
 4. Hellið rjómanum út á.
 5. Rífið piparostinn með rifjárni og setjið út í sósuna.
 6. Látið sjóða í svolitla stund þangað til sósan byrjar að þykkna, ef ykkur finnst vanta smá kick í sósuna þá setjið þið smá soya sósu út á. Kryddið til með salti og pipar.
 7. Setjið pastað í fallega skál, hellið sósunni yfir, skreytið með ferskri basilíku og parmesan osti.

MG_0070

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5