Linda Ben

Ferskt falafel salat með Hunangssinneps salatdressingu

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: 3 manns

Ferskt falafel salat með Hunangssinneps salatdressingu.

Þessi salatsósa er alveg ótrúlega bragðgóð og passar með hvernig salati sem er.

Ferskt falafel salat með Hunangssinneps salatdressingu

Ferskt falafel salat með Hunangssinneps salatdressingu

Ferskt falafel salat með Hunangssinneps salatdressingu

Ferskt falafel salat með hunangssinneps salatdressingu

Salat

  • Salathaus
  • 4-5 ferskar döðlur
  • 200 g kirsuberjatómatar
  • 200 g bláber
  • 300 g falafel bollur
  • Ristaðar furuhnetur

Hunangssinneps salatdressing

  • ½ dl ólífu olía
  • ½ dl Mialle hunangssinnep
  • 1 dl grískt jógúrt
  • 1 hvítlauksrif
  • Safi úr ½ sítrónu
  • Salt og pipar

Aðferð

  1. Bakið falafell bollurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  2. Skolið salatið, þerrið það vel og raðið á disk.
  3. Skerið döðlurnar smátt niður og raðið á salatið ásamt kirsuberjatómötum, bláberjum, falafell bollum og ristuðum furuhnetum.
  4. Til að útbúa sósuna setjið öll innihaldsefnin saman ofan í flösku, rífið hvítlaukinn ofan í og hristið vel saman.
  5. Hellið vel af dressingunni yfir salatið.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Ferskt falafel salat með Hunangssinneps salatdressingu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5