Linda Ben

Ferskt og bragðmikið salat með risarækjum í hvítlauks marineringu

Recipe by
20 mín
Cook: 5 mín | Servings: 2-3 manns

Ég fer ekki leynt með það hversu mikið ég elska risarækjur. Þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar kemur að sjávarfangi, meira að segja finnst mér þær betri en humar, allavega eins og staðan er í dag.

Það er nefninlega hægt að elda þær á svo fjölbreyttan hátt og þær setja svo mikinn lúxus í hvaða rétt sem er.

_MG_308k6

Hér setti ég saman einfalt ferkst salat og toppaði það með bragðmiklum risarækjum í hvítlauks marineringu. Ég lét marineringuna fylgja með af pönnunni og ofan á salatið sem var dúndur gott! Þess vegna er salat dressing fullkomlega óþörf.

Þetta salat virkar jafnt sem forréttur og aðalréttur, allt eftir því hvert tilefnið er, en athugið þá að aðlaga skammtastærðirnar í uppskriftinni.

Ferskt og bragðmikið salat með risarækjum í hvítlauks marineringu

  • um það bil 12 stk risarækjur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • kóríander krydd
  • lime
  • salt og pipar
  • ólífu olía
  • 250 g spínat
  • 1 mangó
  • 2 lítil avocadó
  • 5-7 kirsuberja tómatar
  • Fetaostur
  • Lúka ferskt kóríander
  • ½ rauður chilli

Aðferð:

  1. Setjið risarækjurnar í skál, kreystið hvítlaukinn yfir með hvítlaukspressu, rífið börkinn af 1 lime, kryddið með salt, pipar og kóríander kryddi. Hellið góðum slurk af ólífu olíu yfir eða u.þ.b. 2-3 msk og blandið vel saman. Látið marinerast í hálftíma ef þið eigið hann til en annars bara á meðan salatið er útbúið.
  2. Skolið spínatið, þerrið og raðið því á fallegan disk. Skerið mangóið, avocadóið og kirsuberja tómatana niður í hæfilega stóra bita og raðið því á diskinn líka.
  3. Dreifið feta ostinum yfir, notið eins mikla olíu með og ykkur finnst gott að hafa (ég sigta hana smá frá svo það verður alltaf svolítið eftir í krukkunni).
  4. Steikið risarækjurnar á pönnu upp úr marineringunni þangað til þær eru eldaðar í gegn eða um leið og þær eru orðnar bleikar í gegn (passa að elda þær ekki of mikið), raðið þeim ofan á salatið og hellið marineringunni yfir líka.
  5. Rífið kóríander, skerið rauðan chilli og dreifið yfir salatið.

_MG_3075

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_3085

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

One Review

  1. Margret

    Frábær réttur. Ótrúlega einfalt og fljótlegt.

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5