Linda Ben

Ferskt salat með ferskjum og basil dressingu

Recipe by
15 mín
| Servings: Unnið í samstarfi við Fakó

Ferskt salat með ferskjum og basil dressingu er létt og afskaplega einfalt salat sem hentar vel hvenær sem er, hvort sem aðalréttur eða meðlæti til dæmis með fisk.

Það er afskaplega einfalt að smella því saman. Maður einfaldlega skolar öll hráefnin og þerrar vel. Sker melónuna í bita og ferskjurnar í sneiðar, raðar svo öllum öðrum innihaldsefnum saman á diskinn og hellir vel af dressingunni yfir.

Basil dressingin er einstaklega bragðgóð og bragð mikil, þú getur keypt dressinguna hér og þessi gullfallegi diskur undir salatið fæst hér.

ferskt salat með ferskjum og basil dressingu

ferskt salat með ferskjum og basil dressingu

ferskt salat með ferskjum og basil dressingu

ferskt salat með ferskjum og basil dressingu

ferskt salat með ferskjum og basil dressingu ferskt salat með ferskjum og basil dressingu

Ferskt salat með ferskjum og basil dressingu

  • 75 g klettasalat
  • ¼ gul melóna
  • 150 g kirsuberjatómatar
  • 100 g mozzarella perlur
  • 3 ferskjur
  • 2 msk furuhnetur
  • Basil dressing fry Nicolas Vahé
  • Fersk basil

Aðferð:

  1. Raðið salatinu á disk, skerið melónuna niður í bita og ferskurnar í sneiðar. Raðið öllu saman á diskinn.
  2. Hellið vel af basil dressingunni yfir og skreytið með ferskri basil.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

ferskt salat með ferskjum og basil dressingu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5