Linda Ben

Ferskt túnfiskasalat (án eggja)

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Ef þú elskar ferskleika þá þarft þú að prófa þetta ferska túnfiskasalat. Það er ótrúlega djúsí og gott en á sama tíma létt, ferskt og ljúffengt.

Það líkist klassísku tínfiskasalati að því leiti að túnfisknum er blandað saman við majónes eins og við þekkjum, en svo setur maður helling af grænmeti út í salatið ogg fetaost. Þetta er því einskonar hybrid af majónessalati og fersku salati.

Það er dásamlegt ofan á brauð, gott til að hafa með í nesti þannig. En ég mæli líka með því einu og sér með t.d. finn crisp kexi.

Hægt er að gggera egggjalausa eða vegan útgáfu af þessu salati með því að setja vegan majónes í staðinn fyrir venjulegt þar sem salatið inniheldur engin soðin egg.

Ferskt túnfiskasalat

Ferskt túnfiskasalat

Ferskt túnfiskasalat

 • 1 dós Ora túnfiskur í olíu
 • 2-3 msk majónes (notið vegan majónes ef þið viljið eggjalausa útgáfu)
 • 40 g klettasalat
 • 100 g piccolo tómatar
 • 1/3 agúrka
 • 1/3 rauð paprika
 • 1/2 krukka fetaostur (u.þ.b. 70 g)
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Hellið olíunni af túnfiskinum og setjið hann í frekar stóra skál, rífið hann niður. Bætið majónesi út á og hrærið.
 2. Skerið klettasalatið gróft niður, piccolo tómatana í helminga, agúrkuna og paprikuna í litla bita. Bætið út á í skálina. Blandið öllu vel saman.
 3. Bætið fetaostinum út á, salti og pipar. Hrærið saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Ferskt túnfiskasalat

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5