Linda Ben

Feta Ostasalat – Myndband

Recipe by
15 mín

Margir kannast við hugtakið ostasalat en þá er mörgum tegundum af ostum blandað saman við majónes og annað. Hér höfum við feta ost með grískri jógúrt, grænmeti og kryddjurtum. Saman koma þessi innihaldsefni og mynda eina stórkostlega heild sem skilur engann eftir svikinn. Ég þori nánast að segja að feta ostasalat toppi hefðbundna ostasalatið, og þá er nú mikið sagt!

Ostasalatið er hægt að bera fram með ótal hætti, til dæmis ofan á niðurskorið baguette, kex, ristað brauð og þessvegna sem meðlæti með mat.

_MG_618m3

_MG_6177

Feta ostasalat

  • 1 msk grísk jógúrt
  • 1 krukka feta ostur, skilja mest af olíu eftir
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 lítil appelsínugul paprika, smátt skorin
  • ½ rauðlaukur, smátt skorin
  • Svartur pipar
  • 1 dl fersk steinselja

Aðferð:

  1. Í skál blandið saman grískri jógúr, feta osti (skilja mest af olíunni eftir), smátt skorinni papriku og smátt skornum rauðlauki.
  2. Kryddið með svörtum pipar og blandið saman við ferskri steinselju.

_MG_6186

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_6177

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5