Linda Ben

Fetaosta Focaccia

Fetaosta Focaccia er einstaklega bragðgott og djúsí brauð sem erfitt er að standast. Focaccia brauðið er bakað í stóru formi með fullt af olíu og kryddum, toppað með ólífum, tómötum og salatosti. Brauðið er einstaklega mjúkt að innan með stökkri og bragðmikilli skorpu.

Fetaosta Focaccia

Fetaosta Focaccia

Fetaosta Focaccia

Fetaosta Focaccia

 • 400 ml volgt vatn
 • 12 g þurrger
 • 1 tsk sykur
 • 600 g hveiti (ég notaði 50% fínt og 50% heilhveiti)
 • 1 tsk salt
 • 1 dl extra virgin olífu olía
 • 200 g salatostur frá Örnu Mjólkurvörum
 • 2 litlir tómatar
 • 200 g steinlausar grænar ólífur

Aðferð:

 1. Blandið þurrgerinu út i volga vatnið ásamt sykri, leyfið að standa í 2-3 mín.
 2. Setjið hveiti og salt í skál, hellið gervatninu út í hveitið ásamt 1 dl ólífu olíu og hnoðið saman í nokkrar mín. Leyfið deiginu að hefast í klukkutíma.
 3. Smyrjið 20×30 cm form og setjið deigið í formið, sléttið úr því að mestu og leyfið því að hefast í 30 mín í forminu. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
 4. Gerið holur í deigið með fingrunum og hellið svo salatostinum yfir með olíunni, skerið tómatana í sneiðar og raðið yfir. Dreifið ólífunum yfir. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30-35 mín eða þar til holt hljóð heyrist í brauðinu sé bankað í það.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

Fetaosta Focaccia

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5