Linda Ben

Fljótlegt og gott lasagna með hvítri sósu

Recipe by
45 mín
Prep: 20 mín | Cook: 25 mín | Servings: 6 manns

Eins og mér þykir lasagna gott þá mikla ég það alveg stórkostlega fyrir mér að elda lasagna. Það er eitthvað við það að elda það og eiga þá eftir að baka það inn í ofni í 40 mín sem heillar mig ekki alveg nógu mikið. Sumir grípa á það ráð að sjóða lasagna blöðin áður en rétturinn er samsettur en mér finnst það yfirleitt enda með maukuðum lasagna plötum. Aðrir leggja álpappír yfir réttinn á meðan hann er í ofninum svo osturinn brenni ekki, en það tekur þá ennþá lengri tíma í ofninum.

Ég varð því ótrúlega glöð ég var þegar ég uppgvötaði að uppáhalds pasta merkið mitt Pastella er með lasagna plötur sem tekur aðeins 25 mín að elda!

Það vill svo heppinlega til að það tekur einmitt 25 mín fyrir ostinn sem maður setur ofan á lasagnað að bráðna og verða fullkomlega gullinbrúnn.

_MG_5773

_MG_5783

Pastella lasagna plöturnar koma svona upp rúllaðar, það er eitthvað við það sem heillar mig rosalega fagurfræðilega séð. Mér finnst einnig svolítil rómantík yfir því, tekur mig nær þeirri upplifun sem átti sér stað þegar pastað var búið til. Ég vil auðvitað ýminda mér heillandi eldhús í ítalskri sveit þar sem eldri kona í blómasvuntu er að útbúa pasta með sinni alkunnri snilld. Mér finnst það allavega skemmtileg hugmynd, þó svo að raunveruleikinn sé ekkert endilega þannig.

_MG_5785

_MG_5788
_MG_5816
_MG_5839

_MG_5844

Fljótlegt og gott lasagna með hvítri sósu

 • 1 pakki nautahakk
 • 1 pakki ferskt Lasagna frá Pastella
 • ½ rauðlaukur, smátt skorinn
 • 3 meðal stórar gulrætur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 stór krukka (750 ml) pastasósa
 • 1 msk ítölsk kryddblanda
 • ½ tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • u.þ.b. 1 stór lúka spínat, sjá aðferð
 • 300 g rjómaostur
 • 1 egg
 • 100 g rifinn ostur

Aðferð:

 1. Byrjið á því að kveikja á ofninum og stilla á 200°C.
 2. Skerið laukinn, og gulræturnar smátt niður. Steikið grænmetið á pönnu þangað til laukurinn er orðinn vel mjúkur.
 3. Bætið þá hakkinu út á pönnuna og steikið það þangað til það er fulleldað.
 4. Skerið hvítlauksgeirana smátt niður og steikið þá létt með hakkinu. Bætið sósunni út á pönnuna. Kryddið sósuna svolítið eftir smekk.
 5. Setjið rjómaost í skál og hrærið hann þangað til hann verður mjúkur. Bætið þá 1 eggi saman við og hrærið saman.
 6. Takið ykkur frekar stórt eldfast mót, setjið þunnt lag af kjötsósu í botninn og leggið svo lasagna plötur yfir. Setjið 1/3 af hvítu ostasósunni yfir lasagna plöturnar. Takið 1 góða lúku af skoluðu+þerruðu spínati og dreifið yfir. Setjið svo kjötsósu+lasagna plötur+hvítasósu yfir og endurtakið það svo í þriðja skiptið.
 7. Dreifið rifnum osti yfir og bakið inn í ofni í 25 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_5840

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5