Linda Ben

Fljótlegt spagettí með kjúkling í bragðmikilli sósu úr sólþurrkuðum tómötum

Hver elskar ekki góðan pastarétt? Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér!

Það sem ég elska við að elda pasta er að þetta er yfirleitt einföld eldamennska sem verðlaunar mann sko sannarlega með gómsætum mat.

Ég fékk að prófa nýja sósu á markaðinum sem kemur frá FELIX en það er merki sem margir ættu að fara vera vel kunnugir en þeir eru helst þekktir fyrir ótrúlega góða tómatsósu sem inniheldur stevíu en ekki sykur.

Sósan frá FELIX sem ég fékk að smakka er úr sólþurrkuðum tómötum og er guðdómleg á bragðið! Hún inniheldur líka basil og hvítlauk sem flestir vita að er ótrúlega góð blanda!

FELIX sósurnar innihalda engin óæskileg aukaefni og eru úr bestu fáanlegum hráefnum og ég nota þær óhikað í mína eldamennsku.

Einfalt kjúklingapasta í sósu, fljótlegt spagettí með sósu úr sólþurrkaðuðum tómötum

Einfalt kjúklingapasta í sósu, fljótlegt spagettí með sósu úr sólþurrkaðuðum tómötum

Fljótlegt spagettí með kjúkling í bragðmikilli sósu úr sólþurrkuðum tómötum

 • 250 g heilhveiti spagettí
 • 1 msk ólífu olía
 • ½ tsk salt
 • 2 kjúklingabringur
 • 1 tsk kjúklingakrydd
 • 1 rauð paprika
 • 10 kirsuberjatómatar
 • 10 heilar grænar ólífur
 • 1 flaska sósa úr sólþurrkuðum tómötum, basil og hvítlauk
 • Pipar
 • Ferskt basil
 • Parmesan ostur

Aðferð:

 1. Setjið vatn í pott með ólífu olíu og salti, kveikið undir og hitið að suðu.
 2. Skerið kjúklingabringurnar niður í litla bita, kryddið með kjúklingakryddi og steikið á pönnu.
 3. Skerið paprikuna smátt niður.
 4. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn, takið hann þá af pönnunni og setjið paprikuna á pönnuna ásamt tómötum og ólífum, steikið.
 5. Setjið spagettíið í pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
 6. Setjið sósuna á pönnuna og bætið kjúklingnum aftur á pönnuna. Leyfið sósunni að malla rólega saman.
 7. Setjið 1-2 dl af pastasoðinu út í sósuna og piprið eftir smekk.
 8. Berið sósuna og spagettíið fram saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5