Linda Ben

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Recipe by
15 mín
Prep: 5 mín | Cook: 10 mín | Servings: 4 manns

Ég gerði kúskús í fyrsta skipti um daginn og verð ég að segja að það hafi komið mér virkilega á óvart hversu auðvelt það var. Ég var búin að gera mig tilbúna að eyða dálitlum tíma yfir pottunum, ætlaði að opna rauðvínsflösku og slaka aðeins á í eldhúsinu. Það breyttist fljótt því þegar ég var rétt byrjuð að elda þá var maturinn bara að verða tilbúinn!

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Ég get því ekki annað en deilt uppskriftinni af þessari frumraun minni af kúskúsi. Ef þið eruð að leita af ferskum, léttum, virkilega góðum og fljótlegum mat þá er þessi kúskús réttur algjörlega málið!

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

 • 3 kjúklingabringur
 • sítrónupipar
 • salt
 • 2 shallot laukar
 • 1 dl frosnar grænar baunir
 • olía
 • ½ tsk cumin
 • ¼ tsk kanill
 • salt og pipar
 • 2,5 dl kúskús
 • 4 dl vatn
 • 1 sítróna
 • 1 búnt ferskt kóríander

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita, kryddið vel með sítrónupiparnum og saltið. Steikið á pönnu með olíu þangað kjúklingurinn er eldaður í gegn, það tekur aðeins örfáar mín.
 2. Skerið shallot laukinn smátt niður, steikið hann upp úr ólífu olíu í djúpum potti. Þegar laukurinn er byrjaður að verða glær, setjiði þá grænu baunirnar og kryddið út á, steikið það í 1 mín.
 3. Setjið vatn í hraðsuðuketil og látið sjóða.
 4. Setjið kúskúsið í pottinn, hrærið því saman við kryddið. Hellið svo vatninu í pottinn, hrærið og setjið lokið á pottinn. Látið sjóða í 1 mín, slökkvið svo undir pottinum og leyfið kúskúsinu að taka sig í 5 mín.
 5. Notið gaffal til að losa kúskúsið í sundur þangað til það verður allt létt og laust um sig. Setjið kjúklinginn út á, rífið börkinn af sítrónunni og kreystið safann úr henni út á réttinn. Bætið kóríander út á og ef til vill smá ólífu olíu.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram

Fylgistu með á Instagram!

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5