Linda Ben

Fljótlegur og bragðmikill osta kjúklingaréttur eldaður í einu fati

Recipe by
55 mín
Prep: 10 mín | Cook: 45 mín | Servings: 4 manns

Þessi réttur varð til þegar ég og mamma vissum ekkert hvað við ættum að gera við kjúklingabringurnar okkar. Það eina sem við vissum var að hann varð að vera fljótlegur og góður.

Fljótlegur og bragðmikill osta kjúklingaréttur eldaður í einu fati

Við tókum á það ráð að skella kjúklingnum í eldfast mót, útbjúa ostamauk úr feta osti, hvítlauk og ólífum, setja svo smá meiri ost (aldrei of mikið af osti er það nokkuð?) og skella réttinum inn í ofn, búið! Útkoman var brjálæðislega góð og því langar mig að deila þessum rétti með ykkur!

Fljótlegur og bragðmikill osta kjúklingaréttur eldaður í einu fati

Fljótlegur og bragðmikill osta kjúklingaréttur eldaður í einu fati, uppskrift:

 • 4 kjúklingabringur
 • ½ krukka feta ostur
 • 1 krukka ólífur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • Mozarella ostur (má sleppa)
 • Salt og pipar
 • Kick’n Chicken krydd frá Weber
 • 200 ml rjómi (má sleppa)

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Leggið kjúklingabringurnar í eldfasta mótið.
 3. Maukið saman fetaost, hvítlauk og ólífur í Nutribullet eða matvinnsluvél. Setjið maukið jafnt ofan á hverja bringu.
 4. Ef þið eigið auka ost þá megiði endilega setja hann ofan á bringurnar líka.
 5. Kryddið kjúklinginn með salt, pipar og Kick’n Chicken kryddi frá Weber
 6. Ég setti smá rjóma út á eldfastamótið en það er þó alls ekki nauðsynlegt.
 7. Eldið inn í ofninum í um það bil 45 mín eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Fljótlegur og bragðmikill osta kjúklingaréttur eldaður í einu fati

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni sem nefnd eru í þessari færslu og Nutribullet matvinnsluvélin fást í Kosti.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5