Linda Ben

Fluffý amerískar pönnukökur bakaðar í einu formi

Recipe by
25 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Fluffý amerískar pönnukökur bakaðar í einu formi.

Hér höfum við klassísku amerísku pönnukökuuppskriftina mína sem við mörg hver þekkjum á hversu ótrúlega mjúkar, fluffý og bragðgóðar þær eru.

Ég bakaði þær þó hinsvegar ekki eins og lög og reglur gera ráð fyrir heldur hellti ég deiginu í 23×36 cm form (þú getur keypt það hér og ég sendi það til þín). Pönnukökurnar koma ótrúlega vel út þannig, þær haldast jafn loftmiklar, mjúkar og fluffý, nema fyrirhöfnin er svo miklu minni og enginn er fastur við helluborðið að steikja.

Fluffý amerískar pönnukökur bakaðar í einu formi

Fluffý amerískar pönnukökur bakaðar í einu formi

Fluffý amerískar pönnukökur bakaðar í einu formi  Fluffý amerískar pönnukökur bakaðar í einu formi

Fluffý amerískar pönnukökur bakaðar í einu formi

Fluffý Amerískar Pönnukökur í einu formi:

 • 3 ½ dl hveiti
 • 3 tsk lyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 1 dl sykur
 • 1 egg
 • 3 ½ dl mjólk
 • 3 msk brætt smjör

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
 2. Blandið öllum þurrefnunum saman
 3. Blandið saman mjólkinni og brædda smjörinu og blandið því út í þurrefnin ásamt egginu.
 4. Hrærið vel saman þangað til blandan verður nánast kekklaus.
 5. Smyrjið 23×36 cm form eða klæðið það með smjörpappír. Hellið deiginu í formið. Bakið í u.þ.b. 20 mín.
 6. Berið fram með því sem ykkur finnst best með pönnukökum, ég valdi hindber, bláber, rifsber, flórsykur og síróp þetta skiptið.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

Fluffý amerískar pönnukökur bakaðar í einu formi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5