Linda Ben

Forrétta bakki með hvítlauks rjómaosta fylltar döðlum vöfðum inn í hráskinku

Hér er að finna minn allra uppáhalds forrétt, bakki með allskonar gúmmulaði. Ég hef sagt það áður að ostabakkar eru í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér, hvort sem það er í forrétt eða eftirrétt, en þessi bakki finnst mér fullkominn sem forréttur.

Hvítlauks rjómaosta fylltu döðlurnar vafnar inn í hráskinku er herramanns matur! Passaðu þig þó á því að kaupa góðan rjómaost og setja hvítlaukinn í ostinn sjálf/ur, það er að segja ekki kaupa rjómaost með hvítlauksbragði, það er bara ekki nærrum því eins gott.

Gott er að bera döðlurnar fram með osti, ólífum, berjum og kexi, einnig sultu fyrir þá sem vilja hafa smá sætt með ostinum.

Ég verð hins vegar að koma að bakkanum sjálfum en hann eignaðist ég nýverið. Hann er frá dönsku merki sem heitir LindDNA og fæst í Modern. Brettið er ótrúlega fallegt og er skorið út í einstaka LindDNA lagið. En það merkilega og það sem ég elska við þetta bretti er að það má fara í uppvöskunarvélina! Það er rosalega sterkt og gott, samt ekki of hart svo það fer vel með hnífana að skera á því. Það er einnig alveg vatnshelt og drekkur ekki í sig liti (af til dæmis berjum). Ég er búin að nota það ótrúlega mikið síðan ég eignaðist það og er virkilega hrifin!

Forrétta bakki, hvítlauks rjómaosta fylltar döðlur, hráskinku vafnar döðlur, ostabakki

Forrétta bakki, hvítlauks rjómaosta fylltar döðlur, hráskinku vafnar döðlur, ostabakki

Forrétta bakki, hvítlauks rjómaosta fylltar döðlur, hráskinku vafnar döðlur, ostabakki

Forrétta bakki, hvítlauks rjómaosta fylltar döðlur, hráskinku vafnar döðlur, ostabakki

Forrétta bakki með hvítlauks rjómaosta fylltar döðlum vöfðum inn í hráskinku

 • u.þ.b. 15-20 ferskar döðlur
 • 150 g rjómaostur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 7-10 sneiðar hráskinka
 • Þroskaður cheddar ostur
 • Grænar ólífur
 • Bláber
 • Kex

Aðferð:

 1. Setjið rjómaostinn í skál, pressið hvítlauksrifin út í og blandið saman.
 2. Steinhreinsið döðlurnar án þess að taka þær alveg í sundur, fyllið döðlunar af rjómaosti (u.þ.b. 1 tsk inn í hverja döðlu).
 3. Vefjið ½ sneið af hráskinku utan um hverja döðlu.
 4. Raðið öllum hráefnunum saman á fallegan bakka og berið fram með þurru freyðivíni.

Forrétta bakki, hvítlauks rjómaosta fylltar döðlur, hráskinku vafnar döðlur, ostabakki

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5