Forrétta snittu bakki er skemmtilegt og fallegt að hafa tilbúið fyrir gesti í matarboðinu eða veislunni þegar gestirnir mæta.
Það er eitthvað svo listrænt og gaman að raða saman í svona bakka. Það fyrsta sem maður þarf að gera er að finna hæfilega stóran bakka. Bakkinn sem ég notaði er úr Dimm og þú finnur linkinn á hann hér. Svo set ég fyrst niður lykil hráefnin og legg þannig beinagrindina af bakkanum sem er brauðið i þessu tilviki. Því næst koma skálarnar og osturinn. Á eftir því set ég stóru ávextina og síðast fara berin og hráskinka á tóm svæði á bakkanum til að gera meiri fyllingu. Það er fallegt að láta berin fara upp á önnur hráefni og jafnvel láta nokkur hráefni detta af bakkanum.
Forrétta snittu bakki
- Snittubrauð
- Grænt pestó
- Hummus
- Mygluostur
- Brómber
- Bláber
- Kantílópu melóna
- Ananas
- Græn epli
- Hráskinka
Aðferð:
- Skerið brauðið í sneiðar, ristið sneiðarnar (ég ristaði brauðið á grill pönnu til að fá svona fallegar rendur í það), raðið þeim á bakkann.
- Setjið hummusinn og pestóið í fallegar skálar og setjið á bakkann ásamt mygluostinum.
- Skerið kantílópu melónuna og eplin í sneiðar, ananasinn í bita og raðið á bakkann.
- Setjið bláberin, brómberin og hráskinkuna á bakkann þar sem vantar fyllingu á bakkann.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: