Linda Ben

Frábær grillaður BBQ kjúklingur með maís stönglum og sumarsalati

Recipe by
1 klst og 30 mín
Prep: 1 klst | Cook: 30 mín | Servings: 4 manns

Það er alltaf gaman að grilla góðan mat, hvernig sem viðrar í rauninni, en ég leyni því þó ekki að það er extra gaman þegar sól

Ég deili hér með ykkur einfaldri uppskrift af unaðslega góðum grilluðum kjúklingabringum, djúsí maís stönglum og sumarlegu fersku salati sem enginn verður svikinn af.

Grillaður bbq kjúklingur

Grillaður BBQ kjúklingur með maís stönglum, uppskrift:

 • 4 kjúklingabringur
 • Kjúklingamarinering eins og t.d. Stubb’s kjúklinga marinering með sítrus og lauk
 • BBQ sósa eins og t.d. Stubb’s Honey Pecan Legendary BAR-B-Q sósa
 • 2 stórir maísstönglar

Aðferð:

 1. Leggið kjúklingabringurnar í marineringuna og látið marinerast í minnst 1 klst.
 2. Kveikið á grillinu og stillið á mikinn hita og látið það ná góðum hita.
 3. Rétt áður en kjötið er lagt á grillið, lækkið hitann niður í miðlungs hita.
 4. Setjið kjúklinginn beint á grillið en látið álpappír undir maísstönglana.
 5. Grillið í um það bil 30 mín eða þangað til hann er eldaður í gegn. Snúið kjúklingnum og maísstönglunum á um það bil 7 mín fresti.
 6. Penslið barbecue sósunni á kjúklinginn jafnt og grillið áfram 2-3 mín á hvorri hlið.

Grillaður bbq kjúklingur

Sumarsalat, uppskrift:

 • Blandað kál
 • ½ gul paprika, skorin í litla bita
 • ½ gúrka, skorin í litla bita
 • 1 mangó, skorið í litla bita
 • 3 jarðaber, skorin í litla bita

Aðferð:

 1. Dreifið kálinu á fallegan disk
 2. Skerið grænmetið og ávextina í litla bita og dreifið yfir kálið.

 Grillaður bbq kjúklingur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5