Linda Ben

Frosin Mimosa – Myndband

Recipe by
5 mín
Prep: 8 tímar |

Hver elskar ekki mimosu með brunchinum um helgar? Ég hvet þig til þess að prófa þessa frosnu mimosu við næsta tækifæri, hún krefst örlítils undirbúnings en það er algjörlega þess virði.

 

_MG_5428

Frosin mimosa

  • 500 ml appelsínusafi
  • 500 ml freyðivín

Aðferð:

  1. Útbúið klaka úr appelsínusafanum og frystið í minnst 8 klst.
  2. Setjið klakana í matvinnsluvél/blandara og maukið þá vel.
  3. Hellið freyðivíninu út í og blandið því létt saman við.
  4. Hellið krapinu í glösin.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5