Linda Ben

Fullkomið bananabrauð

Recipe by

Ég nota mjög mikið af þroskuðum bönunum í að baka og er þá bananabrauðið mitt í miklu uppáhaldi. Ég er núna búin að fullkomna bananabrauðið, það er guðdómlega gott, svo mjúkt og yndislegt, alveg himneskt!

Bananabrauð

Góð leið til að láta banana þroskast hraðar er að setja þá í hýðinu inn í frysti og láta þá frosna alveg í gegn. Þeir eru teknir úr frystinum og látnir afþyðnast, þá eru þeir orðnir að dísætu mauki að innan og fullkomnir í bakstur.

Fullkomið bananabrauð:

 • 3 vel þroskaðir bananar
 • 60 g brætt smjör
 • 1 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 120 g sykur
 • 250 g hveiti
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk kanill
 • 150 ml ab-mjólk
 • 1 banani (má sleppa)

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 175ºC.
 2. Bræðið smjörið og kælið það niður.
 3. Setjið bananana í hrærivélina og hrærið þangað til þeir eru fullkomlega maukaðir.
 4. Hellið smjörinu út í banana ásamt eggi, sykri og vanilludropum.
 5. Blandið saman í aðra skál hveiti, salti, matarsóda og kanil.
 6. Blandið því saman við bananablönduna og hellið ab-mjólkinni svo út í hægt og rólega.
 7. Hellið deiginu í brauðform sem hefur verið klætt með smjörpappír. Ef þið viljið þá getið þið sett banana ofan á brauðið sem skraut en þið megið sleppa því.
 8. Bakið brauðið í um það bil klukkutíma eða þangað til brauðið er bakað í gegn.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Bananabrauð

Njótið vel!

Ykkar Linda Ben

 

 

Category:

5 Reviews

 1. Sigrún

  Besta bananabrauð sem ég hef prófað ???

  Star
 2. Theja

  einfalt og gott 😀

  Star
 3. Linda

  Frábært að heyra, takk fyrir að láta vita!

 4. Ari

  Mjög gott 😀

  Star
 5. Linda

  Frábært, gaman að heyra það, takk fyrir að láta vita ❤️❤️

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5