Linda Ben

Fallegur ávaxtabakki

Það klikkar ekki að ég fái mér egg Benedikt þegar ég er erlendis á hóteli en best finnst mér að fá mér mimosu kokteil með. Það er eitthvað svo mikil fágun yfir þessum morgunmat sem setur rétta tóninn fyrir daginn.

Með egg Benediktinu ákvað ég að setja saman ávaxtabakka sem ég ætla að byrja á að segja ykkur frá, svo fyrir neðan bakkann finnið þið uppskriftina af egg Benedikt.

Ég hef persónulega virkilega gaman að því að búa til svona bakka eins og þið getið til dæmis séð hér þegar ég setti saman ostabakka í svipuðum stíl. Ég tók mynd af ferlinu skref fyrir skref svo þið eigið auðveldara með að leika leikinn eftir, og svolítið að kenna ykkur tæknina við að búa til svona bakka.

Mér finnst best að byrja á stóru lykil hráefnunum og vinn mig svo áfram í minni hráefnin.

_MG_5910

_MG_5913

_MG_5915

_MG_5920

_MG_5923

_MG_5926

_MG_5928

_MG_5932blogg

Þeir ávextir sem ég notaði voru:

 • Greip
 • Plómur
 • Kíví
 • Hunangsmelóna
 • Mangó
 • Bláber
 • Brómber
 • Blæjuber

Egg Benedikt:

 • 2 lítil og nýbökuð rúnstykki skorin í tvennt, það er líka hægt að nota góðar og þéttar brauðsneiðar
 • 4 sneiðar þykkt eðal beikon
 • 4 egg
 • 1 msk smjör
 • Hollandaise sósa (uppskrift hér fyrir neðan)
 • Fersk steinselja

Aðferð:

 1. Ef keypt eru frosin rúnstykki er þeim skellt inn í ofn og bökuð þangað til þau eru tilbúin.
 2. Útbúið Hollandaise sósuna (sjá hér fyrir neðan)
 3. Setjið 1,5 vatn í egg Benedikt pott, setjið grindina með skálunum yfir. Setjið örlítla klípu af smjöri ofan í hverja skál í pottinum.
 4. Steikið beikonið þangað til það er eldað í gegn og farið að verða stökkt.
 5. Þegar suðan er komin upp í pottinum setjið þá eitt egg ofan í hverja skál, setjið lokið yfir og sjóðið í 5 mín.
 6. Skerið rúnstykkin í tvennt, smyrjið hverja hlið með örlitlu smjöri, leggið beikonið yfir, svo eggið og sósuna. Skreytið með ferskri steinselju.

Hollandaise sósa

 • 2 eggjarauður
 • 200 g smjör
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 2 tsk vatn
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið.
 2. Setjið eggjarauðurnar í hrærivél (eða í skál með handþeytara) ásamt sítrónusafa og 1 tsk af vatni. Þeytið mjög vel þangað til hægt er að mynda topp úr blöndunni sem helst sjáanlegur í 2-3 sek.
 3. Hellið smjörinu út í, í mjórri bunu, og þeytið svo áfram í 1-2 mín.
 4. Smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.
 5. Ef sósan er þykk er hægt að þynna hana út með vatni, 1 tsk í einu.

_MG_5973

Hér er svo komið að því skemmtilegasta! Ég ætla að GEFA egg Benedikt pott! Það sem þú þarft að gera er að hoppa yfir á Instagram síðuna mína og taka þátt í leiknum!

Það sem þú þarft að gera til að vinna:

 • Fylgja mér á Instagram og merkja eins marga vini og þú vilt í athugasemd við gjafaleiks-myndina, því fleiri vinir sem þú merkir, því meiri vinningslíkur.

 • Deildu svo þessari færslu og þú ert kominn í pottinn!

_MG_5987

Fyrir áhugasama þá fæst potturinn í Bast Kringlunni en þessi færsla er unnin í samstarfi við þau.

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5