Linda Ben

Fullkomin lava kaka! Einfaldur og klassískur eftirréttur

Klassískur  eftirréttur sem öllum finnst góður!

Það er mjög einfalt og auðvelt að búa til lava kökur eða það sem sumir vilja kalla fljótandi súkkulaðikaka. Það er líka hægt að einfalda sér lífið heilmikið með því að útbúa deigið deginum áður ef stórt matarboð er að ræða og maður vill aðeins minnka stressið.

Kökuskrautið gerir skemmtilegan “vá” faktor á kökuna en það er líka mjög einfalt að útbúa.

Fullkomin Lava kaka

Fullkomin Lava kaka

 • 115 g smjör
 • 115 g súkkulaði
 • 3 dl flórsykur
 • 2 egg
 • 3 eggjarauður
 • 1 tsk vanilla
 • 1 dl og 1 msk hveiti
 • Vanillu ís

Skraut

 • 70 g dökkt súkkulaði
 • 70 g hvítt súkkulaði
 • Matarglimmer (má sleppa)

Fullkomin Lava kaka

Aðferð:

 1. Byrjið á því að útbúa skrautið með því að bræða dökka súkkulaðið annað hvort í vatnsbaði eða í örbylgju.
 2. Setjið súkkulaðið í sprautupoka með litlum hringlaga stút eða einfaldlega setjið það í sterkan poka og klippið lítið gat á hornið á pokann.
 3. Leggið smjörpappír á ofnplötu og sprautið fyrst dökka súkkulaðinu, mynstrið skiptir ekki máli en reynið að hafa stærðina í um það bil 10 cm. Setjið súkkulaðið í frysti og bræðið hvíta súkkulaðið á meðan. Setjið það líka í sprautupoka eða venjulegan poka (mikilvægt að þrífa pokann á milli og þurrka hann vel) og sprautið yfir dökka súkkulaðið. Ef þið viljið þá getið þið dreift matarglimmeri yfir súkkulaðið. Látið súkkulaðið harna í ísskáp á meðan þið útbúið kökurnar.
 4. Kveikið á ofninum og stillið á 220ºC.
 5. Bræðið saman súkkulaði og smjör í potti á vægum hita.
 6. Hrærið flórsykri saman við súkkulaðið og svo eggjunum þegar súkkulaðið hefur aðeins kólnað.
 7. Blandið saman við vanilludropunum og hvetinu.
 8. Smyrjið 4 stk lítil kökumót (10 cm í þvermál) með smjöri og dustið svo hveiti yfir smjörið. Skiptið deiginu á milli mótanna.
 9. Bakið í um það bil 13 mín eða þangað til hliðarnar á kökunni eru orðnar stífar en miðjan er ennþá mjúk. Látið standa í 1 mín áður en kökurnar eru bornar fram.
 10. Til að ná kökunum á disk, leggið kökudisk öfugan ofan á kökuformin og hvolfið svo diskurinn snúi rétt og kökuformið öfugt, kakan mun detta sjálf á diskin. Setjið flórsykur í sigti og sigtið yfir kökurnar. Leggið kökuskrautið ofan á kökunar og leyfið því að bráðna ofan á þær. Berið fram með vanillu ís.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Fullkomin Lava kaka

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5