Linda Ben

Fullkomnar bruschettur

Recipe by
25 mín

Mér finnst forréttir sem maður nartar í yfir pottunum á meðan maður spjallar við gestina, alltaf skemmtilegastir.

Bruschettur eða brauð snittur eru þess vegna mjög vinsælar sem forréttur þegar ég held matarboð. Það er líka hægt að gera þær í svo mörgum mismunandi útfærslum og nánast hægt að aðlaga þær að því sem er til í ísskápnum. Rauði þráðurinn í góðum bruchettum er gott, nýbakað baguette og extra virgin ólífu olía.

Extra Virgin þýðir að ólífurnar hafa verið kaldpressaðar og er það hæsti gæðaflokkur ólífu olíu en hún þarf að standast strangar bragð- og efnaprófanir. Engu hefur verið bætt í extra virgin ólífu olíu og ekki má vinna hana á neinn annan hátt.

Þó svo að það megi hita extra virgin ólífu olíu upp í 170-190°C þá finnst mér best að neyta hennar hrárri.

_MG_4805

Þar sem baguette eru misjafnlega stór og misjafnt hversu þykkar sneiðar brauðin eru skorin í, var erfitt fyrir mig að ákveða nákvæmlega hve mikið þarf að hverju hráefni, því tel ég lauslega upp hve mikið þarf af hverju hráefni. Það gæti verið gott ráð að vera með rúmlegt magn af hráefnum við höndina.

Bruschetta með tómat, avocadó og mozarella

  • Baguette
  • 4 meðal stórir tómatar
  • 1 avocadó
  • 2 hvítlauksgeirar
  • Mosarella
  • Basil
  • Salt og pipar
  • Extra virgin ólífu olía

Aðferð

  1. Skerið baguettið á ská í sneiðar og ristið það á riflaðri pönnu (líka hægt að skella því bara í ristavélina ef þú vilt fara auðveldu leiðina)
  2. Skerið niður tómatana, avocadóið og mozarella ostinn smátt niður. Blandið hráefnunum í skál og rífið nokkur basil lauf yfir.
  3. Nuddið hvítlauksgeirunum á brauðsneiðarnar og setjið svo tómat-avocadó blönduna á brauðsneiðarnar.
  4. Hellið svolítið af olíu yfir hverja brauðsneið, setjið svolítið af pipar yfir og litla klípu af salti.

_MG_4822 _MG_4827

_MG_4828

_MG_4838

_MG_4840

Bruschetta með parmesan og basil:

  • Baguette
  • 3 hvítlauksgeirar
  • u.þ.b. 7 litlir kirsuberja tómatar
  • Parmesan
  • Basil
  • Salt
  • Extra virgin ólífu olía

Aðferð:

  1. Skerið baguettið á ská í sneiðar og ristið það á riflaðri pönnu (líka hægt að skella því bara í ristavélina ef þú vilt fara auðveldu leiðina)
  2. Nuddið hvítlauknum á brauðsneiðarnar.
  3. Skerið kirsuberja tómatana í helminga og nuddið hverjum helming á hverja brauðsneið svo innihaldið úr tómatnum fari allt á brauðið, þið megið svo henda hýðinu.
  4. Rífið parmesan ost yfir brauðið, mér finnst best að nota grænmetis flysjara svo sneiðarnar verði breiðar og góðar. Raðið svo basil laufum yfir hverja brauðsneið.
  5. Setjið örlítið salt á hverja brauðsneið og setjið ólífu olíu yfir rétt áður en brauðið er borðað.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_4851

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5